Kjartan Eggertsson:

Hugmyndafræðilegur grunnur að rekstri
Tónskóla Hörpunnar.

Stefna Tónskóla Hörpunnar er:

  • að reka almennan tónlistarskóla, þar sem kennt er á sem flest hljóðfæri samkvæmt Aðalnámsskrá tónlistarskóla útgefinni af Menntamálaráðuneytinu,
  • að sinna öllum sem til hans leita, -jafnt fötluðum sem ófötluðum- án tillits til aldurs, kyns eða áhugasviða,
  • að hafa enga biðlista og halda námsgjöldum niðri,
  • að koma til móts við þarfir íbúa með því m.a. að veita hljóðfærakennslu innan veggja grunnskólanna,
  • að hafa samning við Reykjavíkurborg á sama grunni og aðrir tónlistarskólar og keppa við þá í heiðarlegri samkeppni um gæði og þjónustu,
  • að koma til móts við nærsamfélagið með þátttöku í athöfnum samfélagsins svo sem eins og hátíðardagskrá á Sumardaginn fyrsta og þjónustu þjóðkirkjunnar,
  • að taka þátt í þeim verkefnum á vegum Reykjavíkurborgar sem kallað er eftir og endurspegla í starfinu mannréttindastefnu  borgarinnar,
  • að byggja húsnæði undir fjölbreytta tónlistarstarfsemi svo sem eins og kennslu lengra kominna nemenda, samspilshópa og kórastarf.
Tónskóli Hörpunnar: www.harpan.is