Browsed by
Höfundur: Kjartan

Upphaf skólaárs

Upphaf skólaárs

Nú líður að því að haustönnin hefjist.  Grunnskólinn byrjar í þessari viku og tónskólinn fimmtudaginn 29. ágúst.

Kennarar skólans munu hafa samband við nemendur í næstu viku.

Staðfestingargjald haustannar 2019

Staðfestingargjald haustannar 2019

Í byrjun júli skal greiða staðfestingargjald næstu annar.  Staðfestingargjald haustannar 2019 er kr. 11.900.  Sendir hafa verið út greiðsluseðlar með staðfestingargjaldinu og birtist það einnig í heimabanka greiðenda.

Páskafrí

Páskafrí

Nú er páskafrí í Tónskóla Hörpunnar.  Páskafríið er það sama og í grunnskólunum.

Kennsla hefst aftur þriðjudaginn 23. apríl.

 

Afmælistónleikarnir 2019

Afmælistónleikarnir 2019

Afmælistónleikar Tónskóla Hörpunnar voru haldnir 5. apríl í Grafarvogskirkju í tilefni af 20 ára afmæli skólans.  Nemendur og kennarar léku og á eftir voru kaffiveitingar í kirkjunni.

Þátttakendum eru færðar þakkir og öllum sem voru á tónleikunum.

Á myndinni eru nemendurnir og kennararnir sem fram komu.

Tónskóli Hörpunnar 20 ára Afmælistónleikar 5. apríl

Tónskóli Hörpunnar 20 ára Afmælistónleikar 5. apríl

Um þessar mundir er Tónskóli Hörpunnar 20 ára.  Í tilefni af tímamótunum verða afmælistónleikar haldnir í Grafarvogskirkju þann 5. apríl kl. 19:30.

Gaman væri að sjá fyrrum nemendur skólans og kennara á tónleikunum.

Kaffiveitingar eftir tónleika.

Allir velkomnir og aðgangseyrir enginn.

 

 

Tónfundir framundan

Tónfundir framundan

Tónfundir verða í næstu viku og þarnæstu.

Svanhvít og Leifur eru með tónfundi 11. febrúar.

Kjartan, Benjamín og Svanhvít 18. febrúar og

Ingrid og Þorkell þann 20.

 

Minnum á Dag tónlistarskólanna, en þann 16. febrúar er opið hús í Tónskóla Hörpunnar í Spönginni milli kl. 13 og 15.