Browsed by
Höfundur: Kjartan

Jólatörnin

Jólatörnin

Dagbjartur Ási Sigurbjörnsson leikur jólalag ásamt Kjartani Eggertssyni á jólatónleikum í síðustu viku.

Tvær síðustu helgar hafa nemendur leikið við guðþjónustur í Grafarvogskirkju og s.l. þriðjudag voru tvennir jólatónleikar haldnir í krikjuselinu í Borgum.  Á miðvikudeginum fóru nemendur í heimsókn á aðalfund Korpúlfa félags eldriborgara og léku nokkur jólalög.

Á morgun sunnudag 17. desember ætla nokkrir blokkflautunemendur að mæta í guðþjónustu og jólaskemtun í Grafarvogskirkju kl. 11:00 og leika jólalag.

Á mánudaginn eru tvennir jólatónleikar, – kl. 17:00 og kl. 18:30, en þeir eru haldnir í kirkjuselinu Borgum í Spönginni.

Framundan: tónfundir og vetrarfrí

Framundan: tónfundir og vetrarfrí

Nú eru tónfundir framundan.  Þeir eru haldnir í höfuðstöðvum skólans í Spönginni.

Í vikunni 16. til  18. okt. eru Kjartan, Benjamín, Leifur og Svanhvít með tónfundi og eftir vetrarfrí eru tónfundir hjá Maríu, Hrafnhildi og Hjalta Geir.

Nákvæmari tilkynningar senda kennarar heim með sínum nemendum eða í tölvupósti.

Vetrarfrí grunnskólanna  og tónskólans  hefst fimmtudaginn 19. október og stendur til  mánudagsins 23.  október. Kennsla hefst aftur þriðjudaginn 24 okt.