Browsed by
Höfundur: Kjartan

Páskafrí

Páskafrí

Nú er páskafrí í Tónskóla Hörpunnar.  Páskafríið er það sama og í grunnskólunum.

Kennsla hefst aftur þriðjudaginn 23. apríl.

 

Afmælistónleikarnir 2019

Afmælistónleikarnir 2019

Afmælistónleikar Tónskóla Hörpunnar voru haldnir 5. apríl í Grafarvogskirkju í tilefni af 20 ára afmæli skólans.  Nemendur og kennarar léku og á eftir voru kaffiveitingar í kirkjunni.

Þátttakendum eru færðar þakkir og öllum sem voru á tónleikunum.

Á myndinni eru nemendurnir og kennararnir sem fram komu.

Tónskóli Hörpunnar 20 ára Afmælistónleikar 5. apríl

Tónskóli Hörpunnar 20 ára Afmælistónleikar 5. apríl

Um þessar mundir er Tónskóli Hörpunnar 20 ára.  Í tilefni af tímamótunum verða afmælistónleikar haldnir í Grafarvogskirkju þann 5. apríl kl. 19:30.

Gaman væri að sjá fyrrum nemendur skólans og kennara á tónleikunum.

Kaffiveitingar eftir tónleika.

Allir velkomnir og aðgangseyrir enginn.

 

 

Tónfundir framundan

Tónfundir framundan

Tónfundir verða í næstu viku og þarnæstu.

Svanhvít og Leifur eru með tónfundi 11. febrúar.

Kjartan, Benjamín og Svanhvít 18. febrúar og

Ingrid og Þorkell þann 20.

 

Minnum á Dag tónlistarskólanna, en þann 16. febrúar er opið hús í Tónskóla Hörpunnar í Spönginni milli kl. 13 og 15.

Dagur tónlistarskólanna

Dagur tónlistarskólanna

Dagur tónlistarskólanna verður haldinn hátíðlegur í Tónskóla Hörpunnar laugardaginn 16. febrúar.  Af því tilefni verður skólinn með opið hús í Spönginni frá kl. 13:00 til 15:00.
Kaffiveitingar og spjall. Nokkrir nemendur koma og leika verkefnin sem þeir eru að æfa. Hljóðfærakynning.
Allir velkomnir.

Vorönn hafin

Vorönn hafin

Nú er vorönn hafin  og eins og áður er stundaskrá þessarar viku óbreytt frá því fyrir jól nema annað hafi verið ákveðið.  Búast má við að eitthvað þurfi að hreyfa til spilatíma nemenda, því nýir nemendur hafa bæst í hópinn og taka þarf tillit til þeirra óska.

Í ár er afmælisár, en skólinn er 20 ára.  Í tilefni af því ætlum við að vera með afmælistónleika í vor. Nánar auglýst síðar.

Gleðileg jól

Gleðileg jól

Óskum öllum nemendum og forráðamönnum þeirra gleðilegra jóla.

Takk fyrir samskiptin á árinu sem er að líða.

Kennarar og stjórnendur Tónskóla Hörpunnar.