Kennarar

Kennarar

Svanhvít Sigurðardóttir
skólastjóri, forskóli, tónfræði

s: 8220397
email: svanhvits(at)gmail.com

Útskrifaðist sem sjúkraliði frá Sjúkraliðaskóla Íslands 1976 og starfaði við það  í mörg ár. Sótti gítar og píanónám á yngri árum. Lauk burtfararprófi í klassískum söng frá Söngskóla Sigurðar Demetz vorið 2012. Ásamt því að hafa sótt mörg námskeið bæði í söng og rythma hefur hún sótt einkatíma hjá Hlín Pétursdóttur hér heima  og Britt Hein og Jakob Beck í Kaupmannahöfn.

Útgefið efni: Kennslubók í blokkflautuleik; Nótur og Tónar 1. hefti og Nótur og Tónar 2. hefti með styrk frá Starfsmenntunarsjóði tónlistarkennara.

 

Kjartan Eggertsson
aðstoðarskólastjóri,
gítar, þverflauta, píanó, fiðla, saxafónn
s: 8220398
email: kjartan(at)harpan.is

Kjartan er menntaður tónlistarkennari frá Tónskóla Sigursveins og organisti frá Tónskóla þjóðkirkjunnar.

Kjartan starfaði sem tónlistarkennari í Tónskóla Sigursveins, Tónlistarskólanum á Akranesi og á Bíldudal og var jafnframt organisti Bíldudalskirkju. Skólastjóri Tónlistarskóla Dalasýslu í 15 ár og Tónlistarskóla Ólafsvíkur í 5 ár.  Starfaði einnig sem organisti og kórstjóri á báðum stöðum öll árin. Skólastjóri Tónskóla Hörpunnar frá 1999 og nú aðstoðarskólastjóri.   

Útgefið efn: Áfram stelpur, hljómplata 1975, Nokkur íslensk lög umskrifuð fyrir gítar, 1977, Vor í Dölum, hljómplata, kórar Dalasýslu 1983, Leikum á gítar, kennslubók í gítarleik 1984, Þú gafst mér akurinn þinn, körlög við Passíusálma sr. Hallgríms Péturssonar 2001

 

Leifur Gunnarsson
rafbassi, gítar, píanó, samspil.
s: 8689048
email: leifurgunnarsson(at)gmail.com

Leifur er kontrabassaleikari að mennt og lauk 2013 Ba prófi frá Rytmisk musik conservatorium í Kaupmannahöfn. Samhliða kennslu er hann virkur flytjandi innan jazzsenunnar, heldur úti tónleikaröðinni Jazz í hádeginu í samvinnu við Borgarbókasafn og situr í framkvæmdastjórn Jazzhátíðar.

Leifur hefur gefið út eitt hljóðrit í eigin nafni sem nefnist Húsið sefur, og nótnabók með efni af plötunni.

 

Ingrid Örk Kjartansdóttir
söngur, píanó
s: 8220395
email: ingridork(at)gmail.com

Ingrid er með B.a. próf í tónlistarfræðum frá Kaupmannahafnarháskóla, Framhaldspróf í klassískum píanóleik frá Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar, lauk kennaradeild FÍH og stundaði jazzpíanónám í sama skóla. Auk þess að hafa sótt ýmis námskeið hefur Ingrid sótt einkatíma í söng hjá Britt Hein í Kaupmannahöfn og kemur reglulega fram sem jazzsöngkona.

 

Benjamín Gísli Einarsson
píanó, rafbassi
s:8209368
email: bennige@gmail.com

Benjamín Gísli lauk framhaldsprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 2015 og stundar nú nám í djass píanóleik við Tónlistarskóla FÍH. Meðfram náminu hefur Benjamín unnið við sumarbúðir í Vatnaskógi síðan 2014 og verið leiðbeinandi á leikskólanum Fífusölum.

Benjamín hefur tekið þátt í fjölda samspila,  má þar helst nefna heiðurstónleika David Bowie sem haldnir voru innan Tónskóla FÍH undir leiðsögn Karls Olgeirssonar.  Ásamt Karli Olgeirssyni hefur Benjamín notið leiðsagnar fleiri góðra meistara eins og Eyþórs Gunnarssonar, Róberts Þórhallssonar og Svönu Víkingsdóttur.

 

Þorkell Ragnar Grétarsson
gítar, trommur, samspil
s: 7750788
email: thorkell97(at)gmail.com