Kennarar
Svanhvít Sigurðardóttir
skólastjóri, forskóli, tónfræði, söngur
s: 8220397
email: svanhvits(at)gmail.com
Útskrifaðist sem sjúkraliði frá Sjúkraliðaskóla Íslands 1976 og starfaði við það í mörg ár. Sótti gítar og píanónám á yngri árum. Lauk burtfararprófi í klassískum söng frá Söngskóla Sigurðar Demetz vorið 2012. Ásamt því að hafa sótt mörg námskeið bæði í söng og rythma hefur hún sótt einkatíma hjá Hlín Pétursdóttur hér heima og Britt Hein og Jakob Beck í Kaupmannahöfn.
Útgefið efni: Kennslubók í blokkflautuleik; Nótur og Tónar 1. hefti og Nótur og Tónar 2. hefti með styrk frá Starfsmenntunarsjóði tónlistarkennara.
Kjartan Eggertsson
aðstoðarskólastjóri,
gítar, þverflauta, píanó, fiðla, saxafónn
s: 8220398
email: kjartan(at)harpan.is
Kjartan er menntaður tónlistarkennari frá Tónskóla Sigursveins og organisti frá Tónskóla þjóðkirkjunnar.
Kjartan starfaði sem tónlistarkennari í Tónskóla Sigursveins, Tónlistarskólanum á Akranesi og á Bíldudal og var jafnframt organisti Bíldudalskirkju. Skólastjóri Tónlistarskóla Dalasýslu í 15 ár og Tónlistarskóla Ólafsvíkur í 5 ár. Starfaði einnig sem organisti og kórstjóri á báðum stöðum öll árin. Skólastjóri Tónskóla Hörpunnar frá 1999 og nú aðstoðarskólastjóri.
Útgefið efn: Áfram stelpur, hljómplata 1975, Nokkur íslensk lög umskrifuð fyrir gítar, 1977, Vor í Dölum, hljómplata, kórar Dalasýslu 1983, Leikum á gítar, kennslubók í gítarleik 1984, Þú gafst mér akurinn þinn, körlög við Passíusálma sr. Hallgríms Péturssonar 2001
Leifur Gunnarsson
s: 8689048
email: leifurgunnarsson(at)gmail.com
Leifur er kontrabassaleikari að mennt og lauk 2013 Ba prófi frá Rytmisk musik conservatorium í Kaupmannahöfn. Samhliða kennslu er hann virkur flytjandi innan jazzsenunnar, heldur úti tónleikaröðinni Jazz í hádeginu í samvinnu við Borgarbókasafn og situr í framkvæmdastjórn Jazzhátíðar.
Leifur hefur gefið út eitt hljóðrit í eigin nafni sem nefnist Húsið sefur, og nótnabók með efni af plötunni.
Ingrid Örk Kjartansdóttir
söngur, píanó
s: 8220395
email: ingridork(at)gmail.com
Ingrid er með B.a. próf í tónlistarfræðum frá Kaupmannahafnarháskóla, Framhaldspróf í klassískum píanóleik frá Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar, lauk kennaradeild FÍH og stundaði jazzpíanónám í sama skóla. Auk þess að hafa sótt ýmis námskeið hefur Ingrid sótt einkatíma í söng hjá Britt Hein í Kaupmannahöfn og kemur reglulega fram sem jazzsöngkona.
Þórbergur Bollason
píanó
s: 659 4382
email: tobbi20@hotmail.com
Þórbergur er stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík. Hann stundar nú nám við Menntaskóla í tónlist og stefnir á að ljúka framhaldsprófi í píanóleik þaðan næsta vor. Þórbergur hefur verið starfsmaður þjónustuíbúða aldraðra í Furugerði. Hann hefur einnig verið stjórnandi og skipuleggjandi hjá Útilífsskóla skátafélagsins Landnema.