Gleðileg jól

Gleðileg jól

Óskum öllum nemendum og forráðamönnum þeirra gleðilegra jóla.

Takk fyrir samskiptin á árinu sem er að líða.

Kennarar og stjórnendur Tónskóla Hörpunnar.

Nýir nemendur teknir inn um áramót

Nýir nemendur teknir inn um áramót

Tónskóli Hörpunnar hefur ávallt tekið nýja nemendur inn í skólann um áramót.  Skráning fer fram á vef borgarinnar RafrænReykjavík.

Kennsla fer fram í höfuðstöðvum skólans í Spönginni, en einnig í eftirfarandi grunnskólum að morgni dags:

 • Kelduskóla Korpu
 • Kelduskóla Vík
 • Vættaskóla Borgum
 • Vættaskóla Engjum
 • Húsaskóla
 • Sæmundarskóla
 • Ártúnsskóla 
 • Réttarholtsskóla
 • Háaleitisskóla Hvassaleiti
 • Háaleitisskóla Álftamýri

Námsgreinar eru: Forskóli (blokkflauta), Píanó, Gítar, Fiðla, Þverflauta, Trommur, Bassi, Saxafónn, Söngur, Míkrafónsöngur, Rafgítar.

 

Jólatónleikarnir

Jólatónleikarnir

Framundan eru jólatónleikarnir.

Þeir verða haldnir í Borgum Spönginni 43, þriðjudaginn 11. des. kl. 17:30 og kl. 19:00 og fimmtudaginn 13. des. kl. 17:30 og 19:00.

Borgir er kirkjusel Grafarvogskirkju og félags- og menningarmiðstöð Velferðasviðs Reykjavíkurborgar og aðsetur Korpúlfa samtaka eldriborgara í Grafarvogi.

Allir velkominir.

Tónfundir framundan

Tónfundir framundan

Í október eru tónfundir í Tónskóla Hörpunnar.  Allir nemendur taka þátt og flestir leika eitt lag eða eina æfingu.  Tónfundirnir eru haldnir í sal skólans í Spönginni.

Tónfundirnir eru sem hér segir:

 • 15. október kl. 18:00  nemendur Ingridar
 • 15. október kl. 18:30  nemendur Ingridar
 • 15. október kl. 19:00  nemendur Benjamíns
 • 16. október kl. 19:00  nemendur Kjartans og Svanhvítar
 • 16. október kl. 19:45  nemendur Kjartans og Svanhvítar
 • 25. október kl. 18:00  nemendur Þorkels
 • 29. október kl. 18:00  nemendur Leifs og Svanhvítar
 • 29. október kl. 18:40  nemendur Leifs og Svanhvítar

Kennarar munu senda út tölvupóst til allra foreldra með upplýsingum um það hvenær hver og einn nemandi á að spila.

Frístundakortið

Frístundakortið

Nú hafa nöfn nemenda haustannar verið færð á Frístundakortið og hægt að ráðstafa af því ef einhverjir eiga enn óráðstafað af framlagi ársins.

Best væri að þeir sem hafa hugsað sér að ráðstafa af kortinu geri það fyrir 28. ágúst svo ráðstöfunin komi til lækkunar á greiðsluseðli septembermánaðar.

Upphaf vetrarstarfsins

Upphaf vetrarstarfsins

Nú erum við í Tónskóla Hörpunnar að skipuleggja starf vetrarins.  Kennsla byrjar í næstu viku og munu kennara hafa samband við nemendur og forráðamenn næstu daga.

Ef einhverjar spurningar hafa vaknað þá er bara að hringja í síma 567 0399 eða senda netpóst á harpan@harpan.is.

Vortónleikarnir 2018

Vortónleikarnir 2018

Vortónleikarnir verða haldnir mánudaginn 14. maí og miðvikudaginn 16. maí. Tvennir tónleikar báða dagana kl. 17:00 og 18:30. Tónleikarnir eru öllum opnir og allir velkomnir.

Eftir er að raða nemendum á tónleikana en kemur í ljós í næstu viku.

1. maí

1. maí

Fyrsti maí er lögbundinn frídagur og því er enginn kennsla í skólum landsins þennan dag.  Sem sagt; frí þriðjudaginn 1. maí.