Barnamenningarhátíð

Barnamenningarhátíð

Í tilefni af Barnamenningarhátíð verður Tónskóli Hörpunnar með tónleika í Borgarbókasafninu – Menningarhúsi í Spönginni miðvikudaginn 20. apríl kl. 16:00.  Þar leika nemendur á ýmis hljóðfæri. Allir velkomnir.

Páskafrí

Páskafrí

Páskafrí hófst í dag mánudag 21. mars í Tónskóla Hörpunnar eins og í grunnskólunum.  Þriðjudaginn 29. mars er starfsdagur hjá okkur  og regluleg kennsla hefst því aftur miðvikudaginn 30. mars með óbreyttri stundaskrá.

Vetrarfrí og Frístundakortið

Vetrarfrí og Frístundakortið

Nú hafa nöfn nemenda verið færð á Frístundakortið og hægt að ráðstafa til niðurgreiðsu á námsgjöldum. Ráðstöfunin kemur til lækkunar á greiðslunum í október og nóvember.

Dagana 23. – 27. október er vetrarfrí í Tónskóla Hörpunnar.  Kennsla hefst aftur miðvikudag 28. okt.

Tónfræðitímarnir

Tónfræðitímarnir

Í 2. viku september byrjar tónfræðin og verður á eftirfarandi tímum:
Tónfræði 1, fyrir byrjendur verður á þriðjudögum kl. 17:00
Tónfræði 2, fyrir þá sem hafa lokið tónfræði 1, verður á miðvikudögum kl. 16:30
Tónfræði 3, fyrir þá sem hafa lokið tónfræði 2, verður á miðvikudögum kl. 17:30

Frekari upplýsingar og skráning er hjá Heiðbjörtu í síma 822-0396 eða htibra (hjá) gmail.com
Námsgögn í tónfræði 1 eru „Tónfræði I“, bók og verkefnahefti eftir Aagat V. Óskarsdóttur og Guðrúnu S. Birgisdóttur sem fæst í Bókabúð Grafarvogs og í Tónastöðinni.