Upphaf vorannar 2018

Upphaf vorannar 2018

Kennsla hefst eftir áramótin þann 4. janúar.
Í fyrstu er óbreytt stundatafla, en viðbúið að einhverjar breytingar þurfi að gera á töflunni.
Ingrid Örk kemur úr fæðingarorlofi og færast þá nokkrir nemendur til hennar.
Leifur fer í fæðingarorlof fram að páskum og munu afleysingakennarar sinna nemendum hans fram að þeim tíma.
Haft verður samband við nýja nemendur eftir áramótin.

Jólatörnin

Jólatörnin

Dagbjartur Ási Sigurbjörnsson leikur jólalag ásamt Kjartani Eggertssyni á jólatónleikum í síðustu viku.

Tvær síðustu helgar hafa nemendur leikið við guðþjónustur í Grafarvogskirkju og s.l. þriðjudag voru tvennir jólatónleikar haldnir í krikjuselinu í Borgum.  Á miðvikudeginum fóru nemendur í heimsókn á aðalfund Korpúlfa félags eldriborgara og léku nokkur jólalög.

Á morgun sunnudag 17. desember ætla nokkrir blokkflautunemendur að mæta í guðþjónustu og jólaskemtun í Grafarvogskirkju kl. 11:00 og leika jólalag.

Á mánudaginn eru tvennir jólatónleikar, – kl. 17:00 og kl. 18:30, en þeir eru haldnir í kirkjuselinu Borgum í Spönginni.

Framundan: tónfundir og vetrarfrí

Framundan: tónfundir og vetrarfrí

Nú eru tónfundir framundan.  Þeir eru haldnir í höfuðstöðvum skólans í Spönginni.

Í vikunni 16. til  18. okt. eru Kjartan, Benjamín, Leifur og Svanhvít með tónfundi og eftir vetrarfrí eru tónfundir hjá Maríu, Hrafnhildi og Hjalta Geir.

Nákvæmari tilkynningar senda kennarar heim með sínum nemendum eða í tölvupósti.

Vetrarfrí grunnskólanna  og tónskólans  hefst fimmtudaginn 19. október og stendur til  mánudagsins 23.  október. Kennsla hefst aftur þriðjudaginn 24 okt.

Góðar gjafir

Góðar gjafir

Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari heimsótti skólann á dögunum og færði honum góðar gjafir.

Þar var heilt safn af geisladiskum með margskonar klassískri tónlist sem mun nýtast vel t.d. við tónfræði- og sögukennslu. Einnig færði hún skólanum bókina Þegar draumarnir rætast, sem er saga Kammersveitar Reykjavíkur 1974-2016, en Rut var stofnandi hennar og stjórnandi til ársins 2016. Þá settist hún niður og skrifaði sögu sveitarinnar sem spannaði yfir 42 ár. Það er ljóst að þarna hefur verið unnið mikið og auðgandi starf í tónlistarmenningu okkar Íslendinga. Bókina prýða margar fallegar ljósmyndir sem gaman er að skoða.

Við þökkum Rut innilega fyrir höfðinglegar gjafir og óskum henni velfarnaðar í nýjum verkefnum. Á meðfylgjandi mynd eru Rut og Svanhvít Sigurðardóttir skólastjóri Tónskóla Hörpunnar.

Tónfræðitímarnir

Tónfræðitímarnir

Tónfræðikennslan byrjar 12. september

Tónfræði I á þriðjudögum. Fyrsti tími kl. 17:00
Tónfræði II á miðvikudögum kl. 17:00
Tónfræði III á miðvikudögum kl. 18:00

Stöðupróf í tónfræði verður þriðjudaginn 5. september kl. 17:00