Fréttir:


5. september 2017
Góðar gjafir
Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari heimsótti skólann á dögunum og færði honum góðar gjafir. Þar var heilt safn af geisladiskum með margskonar klassískri tónlist sem mun nýtast vel t.d. við tónfræði- og sögukennslu. Einnig færði hún skólanum bókina Þegar draumarnir rætast, sem er saga Kammersveitar Reykjavíkur 1974-2016, en Rut var stofnandi hennar og stjórnandi til ársins 2016. Þá settist hún niður og skrifaði sögu sveitarinnar sem spannaði yfir 42 ár. Það er ljóst að þarna hefur verið unnið mikið og auðgandi starf í tónlistarmenningu okkar Íslendinga. Bókina prýða margar fallegar ljjósmyndir sem gaman er að skoða.
Við þökkum Rut innilega fyrir höfðinglegar gjafir og óskum henni velfarnaðar í nýjum verkefnum. Á meðfylgjandi mynd eru Rut og Svanhvít Sigurðardóttir skólastjóri Tónskóla Hörpunnar.2. september 2017
Frístundakortið
Nöfn allra nemenda haustannar hafa nú verið færð á Frístundakortið.  Ráðstöfun á Frístundakortinu nú kemur til lækkunar á greiðslum námsgjalda sem inntar eru af hendi í október og nóvember.

29. ágúst 2017
Tónfræðitímarnir
Tónfræðikennslan byrjar 12. september

Tónfræði I á þriðjudögum. Fyrsti tími kl. 17:00
Tónfræði II á miðvikudögum kl. 17:00
Tónfræði III á miðvikudögum kl. 18:00

Stöðupróf í tónfræði verður þriðjudaginn 5. september kl. 17:00

28. júlí  2017
Innritun á haustönn
Hafin er innritun nýrra nemenda á haustönn 2017.  Sótt er um á RafrænReykjavíki. Sjá tengil hér á síðunni.

4. maí 2017
Vortónleikarnir
Vortónleikarnir verða haldnir í krikjuselinu í Borgum, Spönginni.
Mánudagur 15. maí kl. 17:00
Mánudagur 15. maí kl. 18:30
Þriðjudagur 16. maí kl. 17:00
Þriðjudagur 16. maí kl. 18:3030. apríl 2017
1. maí
1. maí er lögbundinn frídagur og því liggur allt skólastarf niðri þann dag.

6. apríl 2017
Páskarnir
Tónlistarskólarnir fylgja grunnskólunum í páskafríinu. Það er frá 10. til og með 17. apríl.  Sumardagurinn fyrsti 20. apríl er lögbundinn frídagur og engin kennsla þá.

6. apríl 2017
Vortónleikarnir
Vortónleikar skólans verða 15. og 16. maí í kirkjuselinu í Borgum, Spönginni.

20. febrúar 2017
Vetrarfrí
Minnum á að í dag mánudag 20. og á morgun 21. febrúar er vetrarfrí í Tónskóla Hörpunnar eins og í grunnskólum Reykjavíkur.

5. febrúar 2016
Dagur tónlistarskólanna - opið hús
Í tilefni Dags tónlistarskólanna verðum við með opið hús laugardaginn 11. febrúar milli kl. 14 og 16.
Nemendur leika, kennsla fyrir opnum dyrum, hljóðfærakynning, myndasýning, kaffiveitingar.

              


Allir velkomnir.31. desember  2016
Frístundakortið
Frístundakortið gefur börnum í Reykjavík tækifæri á að ráðstafa 50.000 krónum í skóla- og frístundastarf á árinu 2017.

Á morgun, þann 1. janúar verður hægt að ráðstafa af Frístundakortinu vegna vorannar.

6. desember  2016
Jólatónleikarnir:
Mánudagur  12. des.  kl. 17:00
Mánudagur  12. des.  kl. 18:15
Fimmtudagur 15. des. kl. 17:00
Fimmtudagur 15. des. kl. 18:15

Þeir eru haldnir í kirkjuselinu Borgum, Spönginni.22. nóvember 2016
Jólatónleikarnir
Jólatónleikarnir verða 12. og 15. desember.  Þeir eru haldnir í kirkjuselinu Borgum, Spönginni.

24. október. 2016
Vetrarfrí
Athugið að vetrarfríið í Tónskóla Hörpunnar er með sama hætti og í grunnskólunum og þess vegna er ekkert skólastarf mánudaginn 24. október.

4. sept. 2016
Frístundakortið
Þá hafa nöfn allra nemenda verið færð á Frístundakortið og hægt að ráðstafa af frístundastyrknum.

30. ágúst  2016
Tónfræði
Tónfræðitímarnir eru byrjaðir.  Vinsamlegast hafið samband við Svanhvíti skólastjóra sem kennir tónfræðina í síma 822 0397.

7. ágúst  2016
Innritun á haustönn
Hafin er innritun nýrra nemenda á haustönn 2016.  Sótt er um á RafrænReykjavíki. Sjá tengil hér á síðunni.

2. marí 2016
Vortónleikar 2016
Vortónleikar Tónskóla Hörpunnar 2016 verða haldnir þriðjudag og miðvikudag, 17. og 18. maí í félagsmiðstöðinni og kirkjuselinu Borgum í Spönginni.19. apríl 2016
Barnamenningarhátíð
Í tilefni af Barnamenningarhátíð verður Tónskóli Hörpunnar með tónleika í Borgarbókasafninu - Menningarhúsi í Spönginni miðvikudaginn 20. apríl kl. 16:00.  Þar leika nemendur á ýmis hljóðfæri. Allir velkomnir.21. mars 2016
Páskafrí
Páskafrí hófst í dag mánudag 21. mars í Tónskóla Hörpunnar eins og í grunnskólunum.  Þriðjudaginn 29. mars er starfsdagur hjá okkur  og regluleg kennsla hefst því aftur miðvikudaginn 30. mars með óbreyttri stundaskrá.

8. febrúar 2016
Dagur tónlitarskólanna - opið hús
Í tilefni Dags tónlistarskólanna verðum við með opið hús laugardaginn 13. febrúar milli kl. 13 og 16.
Nemendur leika, kennsla fyrir opnum dyrum, hljóðfærakynning, myndasýning, kaffiveitingar.
Allir velkomnir.


10. janúar 2016
Frístundakortið
Minnum á að nöfn nemenda hafa verið færð á Frístundakortið og nú er hægt að ráðstafa af því til niðurgreiðslu á námsgjöldum.

8. desember  2015.
Veðrið gengur niður. Jólatónleikarnir.
Nú er veðrið smám saman að ganga niður.  Við höldum okkar stirki og verðum með nemendatónleikana í dag, þriðjudag 8.des. kl. 18:00 og 19:30 í kirkjuselinu í Borgum, Spönginni

29. nóvember 2015.
Jólatónleikarnir.
Jólatónleikar Tónskóla Hörpunnar verða haldnir dagana 8. og 9. desember í kirkjuselinu í Borgum, Spönginni kl. 18:00 og 19:30 báða dagana.22.október  2015.
Vetrarfrí
Dagana 23. - 27. október er vetrarfrí í Tónskóla Hörpunnar.  Kennsla hefst aftur miðvikudag 28. okt.

Frístundakortið
Nú hafa nöfn nemenda verið færð á Frístundakortið og hægt að ráðstafa til niðurgreiðsu á námsgjöldum. Ráðstöfunin kemur til lækkunar á greiðslunum í október og nóvember.

3. sept. 2015.
Tónfræðitímarnir
Í 2. viku september byrjar tónfræðin og verður á eftirfarandi tímum:
Tónfræði 1, fyrir byrjendur verður á þriðjudögum kl. 17:00
Tónfræði 2, fyrir þá sem hafa lokið tónfræði 1, verður á miðvikudögum kl. 16:30
Tónfræði 3, fyrir þá sem hafa lokið tónfræði 2, verður á miðvikudögum kl. 17:30

Frekari upplýsingar og skráning er hjá Heiðbjörtu í síma 822-0396 eða htibra (hjá) gmail.com
Námsgögn í tónfræði 1 eru "Tónfræði I", bók og verkefnahefti eftir Aagat V. Óskarsdóttur og Guðrúnu S. Birgisdóttur sem fæst í Bókabúð Grafarvogs og í Tónastöðinni.

Innritun
Getum bætt við nokkrum nemendum.  Skráning á RafrænReykjavík, sjá link hér til hliðar.

24. ágúst 2015.
Skráning
Nú fer fram skráning og undirbuningur vetrarstarfs.  Kennarar verða í sambandi við nemendur í þessari viku og í síðasta lagi um næstu helgi.  Fyrsti kennsludagur er 31. ágúst.

Upphafstónleikar Jazzhátíðar Reykjavíkur 2015
Þau Ingrid Örk Kjartansdóttir og Leifur Gunnarsson, kennarar í Tónskóla Hörpunnar voru í sviðsljósinu á upphafstónleikum Jazzhátíðar Reykjavíkur 2015.  Þar fluttu þau djassskotin sönglög Leifs með frábærum tónlistarmönnum, þeim Agnari Má Magnússyni, Matthíasi Hemstock, Hauki Gröndal og Snorra Sigurðssyni.  Tónleikarnir  voru jafnframt útgáfutönleikar á hljómdiski sem ber heitið Húsið sefur.
Myndin sem hér fylgir er út fréttatíma RÚV þann sama dag
.
Innritun á haustönn 2015
Innritun nýrra nemenda á haustönn 2015 er hafin.  Sótt er um skólavist á vef borgarinnar; RafrænReykjavík.

Vortónleikarnir.
Vortónleikar Tónskóla Hörpunnar verða dagana 11. og 12. maí.  Að þessu sinni verða þeir haldnir í Borgum í Spönginni sem er þjónustumiðstöð fyrir Eirborgir.  Borgir er gegnt nýja borgarbókasafninu.
Nánari upplýsingar um tónleikana munu kennarar veita nemendum í vikunni.

Opið hús.
Laugardaginn 25. apríl var Opið hús í Tónskóla Hörunnar.  Margir nemendur, foreldra og gestir litu við og þökkum við þeim öllum fyrir komuna.  Nokkrir nemendur "tóku lagið" og á þessari mynd leikur Ásta Steindórsdóttir ásamt kennara sínum Ingridi Örk Kjartansdóttur á flygilinn

.

Opið hús í Tónskóla Hörpunnar
Laugardaginn 25. apríl verður opið hús í Tónskóla Hörpunnar, milli kl. 14:00 og 16:00.
Nemendur leika, kennsla fyrir opnum dyrum, hljóðfærakynning, myndasýning, kaffiveitingar.
Upplagt fyrir nemendur og foreldra að koma og skoða ný húsakynni skólans í Sönginni 39 (fyrir ofan Apotekið).

Allir velkomnir.

19. april  2015.
Barnamenningarhátíð
Tónskóli Hörpunnar tekur þátt í Barnamenningarhátíð 2015 þar sem nemendur tónskólans verða með tónleika í Bókasafninu Spöng, 22. apríl kl. 17:00.  Sjá nánar:  www.barnamenningarhatid.is/

29. mars  2015.
Páskafrí
Nú er páskafrí. Þriðjudagurinn 7. apríl er starfsdagur og þvi er fyrsti kennsludagur eftir páska miðvikudagur 8. apríl, eins og í flestum grunnskólum.

25. febrúar 2015.
Skólinn flytur.
Um nokkurt skeið hefur Reykjavíkurborg falast eftir húsnæði skólans að Bæjarflöt 17  undir aukna starfsemi í dagvistun fatlaðra. Því flytur Tónskóli Hörpunnar nú höfuðstöðvar sínar upp í Spöng.  Nýja húsnæðið er við hliðina á  borgarbókasafninu og fyrir ofan apótekið. Öll kennsla er nú þangað flutt.  Við Spöngina stoppa 4 strætisvagnar, svo auðvelt á að vera fyrir alla að sækja tíma á nýa staðinn.

29. des. 2014
Frístundakortið
Nú hafa nöfn allra nemenda verið færð á Frístundakortið og hægt að ráðstafa af því upp í námsgjöld skólans.  Hámarksupphæð er kr. 35.000.

29. des. 2014
Kennsla eftir áramót.
Kennsla hefst aftur eftir áramót mánudaginn 5.. janúar.  Fyrstu dagana verður óbreytt stundaskrá frá því fyrir jól.

22. desember 2014
Innritun nýrra nemenda.


Innritun nýrra nemenda stendur yfir. Sótt er um á Rafrænni Reykjavík.


 4. desember 2014
Jólatónleikarnir.


Jólatónleikarnir verða í Grafarvogskirkju mánudaginn 8.des. kl. 17:00 og 18:15 og þriðjudaginn 9. des. kl. 18:00 og 19:15.  Eru ekki alir klárir á því hvenær þeir eiga að spila?

4.  nóvember 2014.
Ekkert þokaðist.


Kæru foreldrar og nemendur.

Ekkert þokaðist í samkomulagsátt í dag hjá samninganefndum FT og sveitarfélaga.
Nú hefur verkfallið staðið í 2 vikur.  Strax og kennsla hefst að nýju verður ákveðið með hvaða hætti nemendum verður bætt kennslutap vegna verkfallsins.

Svanhvít Sigurðardóttir
skólastjóri Tónskóla Hörpunnar.2. nóvember 2014.
Samningafundur boðaður þriðjudag 4. nóvember.

Ágætu foreldrar og nemendur.

Verkfall tónlistarkennara í Félagi tónlistarskólakennara FT stendur enn.  Næsta þriðjudag 4. nóvember hefur verið boðaður samningafundur og vonum við að samkomulag náist þá.


Svanhvít Sigurðardóttir,
skólastjóri Tónskóla Hörpunnar.28. okt. 2014.
Verkfall stendur enn.


Kæru foreldrar/forráðamenn og nemendur


Verkfall tónlistarkennara stendur enn. Í gær var samningafundur sem sáttasemjari boðaði til, sem leiddi ekki til lausnar deilunnar þrátt fyrir aukna bjartsýni. Á meðan þetta ástand varir fellur öll kennsla niður í Tónskóa Hörpunnar nema hjá Leifi Gunnarssyni bassa- og gítakennara sem er í öðru félagi.  Við fylgjumst vel með framvindu mála og biðjum ykkur að gera það einnig.  Um leið og deilan leysist sendum við út boð og kennsla hefst að nýju. 


Bestu kveðjur

Svanhvít Sigurðardóttir

Skólastjóri Tónskóla Hörpunnar22. okt. 2014.
Verkfall hófst í dag.

Kæru foreldrar/forráðamenn og nemendur.

Eins og nú er orðið ljóst þegar þetta er ritað er verkfall skollið á í tónlistarskólum landsins, miðvikudaginn 22. október 2014.  Við höfðum vonað að þeir fulltrúar sem með samningamálin fara myndi auðnast að komast að sameiginlegri niðurstöðu svo ekki kæmi til þessa óyndisúrræðis.  Bið ykkur að fylgjast vel með fréttum og framvindu þessara mála.  Þið eruð eini þrýstihópurinn sem tónlistarkennarar hafa og því biðlum við til ykkar að styðja kjarabaráttu tónlistarkennara með að skrifa undir stuðningslistann sem tónlistarnemendur fóru af stað með. http://www.petitions24.com/vi_styjum_kjarabarattu_tonlistarkennara Vinsamlega skrifið undir og deilið.

Athugið að Leifur Gunnarsson bassa- og gítarkennari er ekki  í verkfalli. Öll önnur kennsla fellur niður. Þar sem sumir kennarar eru í FT Félagi tónlistarskólakennara og aðrir eru í FÍH Félagi íslenskra hljómlistamanna eru sumir kennarar  í verkfalli og aðrir ekki.  Allir nemendur Leifs  mæta áfram í tíma eins og áður en tónfræðitímar falla niður.
Nú verðum við að standa saman, taka einn dag í einu og vona það besta.

Svanhvít Sigurðardóttir,
skólastjóri.


5. sept. 2014.
Frístundakortið
Þann 15. september munu nöfn nemenda verða færð á Frístundakortið og verður þá hægt að ráðstafa af kortinu.  Sú ráðstöfun kemur til lækkunar a október- og nóvembergreiðslunum.

22. ágúst 2014.
Skráning
Nú fer fram skráning og undirbuningur vetrarstarfs.  Kennarar verða í sambandi í næstu viku og í síðasta lagi um helgina 30. og 31. ágúst.  Fyrsti kennsludagur er 1. september.

5. ágúst 2014.
Innritun á haustörnn
Innritun á haustönn stendur yfir. Kennsla fer fram að Bæjarflöt 17, Grafarvogi og einnig í eftirtöldum grunnskólum: Kelduskóla Korpu, Kelduskóla Vík, Vættaskóla Borgum, Vættaskóla Engjum, Húsaskóla, Foldaskóla, Rimaskóla, Hamraskóla, Ártúnsskóla, Háaleitisskóla Hvassaleiti og Háaleitisskóla Álftamýri.