Kennsla í grunnskólum:


Rimaskóli

Námsgreinar eru:

Blokkflauta (forskóli)


Tónskóli Hörpunnar hefur gert samkomulag við Rimaskóla um að veita nemendum hljóðfærakennslu innan veggja grunnskólans að morgni dags.
(Sjá samkomulagstextann)

Markmið
Markmið með þessu fyrirkomulagi er að koma til móts við börn sem eiga um langan veg að fara að sækja tónlistartíma, svo og þau börn sem annars færu á mis við þann möguleika að mega stunda hljóðfæranám á grunnskólaárum sínum.

Kennsluaðstaða
Kennsluaðstaða til hljóðfærakennslu í grunnskólunum er mismundandi.  Grunnskólar í Reykjavík eru ekki byggðir með það í huga að veita hljóðfærakennslu þar innan veggja.  Á síðustu árum hefur skilningur skólayfirvalda farið vaxandi á því að hljóðfærakennsla á grunnskólatíma sé raunhæfur kostur og að hluti af starfsemi tónlistarskólanna geti farið þar fram.  Með góðum vilja og áhuga skólastjóra og kennara grunnskólanna fer þessi kennsla nú fram og er vonast til að hún megi þróast þannig að kennsluaðstaðan verði með tímanum betri og öruggari og að samvinna tónlistarkennaranna og grunnskólakennaranna megi vaxa og þróast, en gagnkvæmur skilningur á starfshögum er nauðsynlegur til að hljóðfærakennsla geti farið fram á grunnskólatíma.

Hljóðfærin
Tónskóli Hörpunnar leitast við að kenna á öll þau hljóðfæri sem nemendur hafa áhuga fyrir.

Fyrirkomulag námsins
Fyrirkomulag námsins innan veggja grunnskólans er það sama og hjá þeim sem sækja tíma í tónlistarskólanum að Bæjarflöt. (Sjá nánar: Námið)  Nemendur eru sóttir í hljóðfæratíma og tímataflan er breytileg (höfð "fljótandi") þannig að fjarvera nemenda komi ekki niður á einstökum fögum grunnskólans.

Hvað er í boði?
Enn sem komið er er eingöngu verið að sinna yngstu nemendunum inna veggja Rimaskóla.  Þeim er boðið upp á forskólakennslu, sem er í því fólgin að læra á blokkflautu.  Þau taka að öllu öðru leyti þátt í verkefnum tónskólans; leika á tónfundum og tónleikum. Skilyrði þess að blokkflautukennslan fari fram innan veggja Rimaskóla er að náist að koma saman hóp nemenda.  Aðrir nemendur Rimaskóla sækja hljóðfæratíma í Hörpuna, enda er Tónskóli Hörpunnar staðsettur í Rimahverfi, að Bæjarflöt 17, rétt fyrir neðan Berjarima.