Umsókn um nám

  • Sótt er um á vef Reykjavíkurborgar, RafrænReykjavík.  Nánari upplýsingar á skrifstofu skólans, s. 567 0399 eða í síma 822 0398.  Öllum umsóknum er svarað.
  • Nemendur eru teknir inn í skólann á haustin og eftir áramót.
  • Nýir nemendur eru teknir inn í dagsetningarröð umsókna.
  • Nokkuð er um að nýir nemendur sæki um nám seint að hausti til og því er óvíst að hægt sé að tryggja þeim skólavist á þeirri önn.  Í flestum tilfellum komast þeir að um áramót.
  • Fyrsti kennsludagur haustannar er oftast fyrsti virki dagur septembermánaðar og fyrsti kennsludagur vorannar er fyrsti kennsludagur grunnskólanna eftir áramót.
  • Nemendur sækja spilatíma ýmist í grunnskólunum eða í Hörpunni í Spönginni 37-39.
  • Námsgjöld haustannar eru greidd í þrennu lagi; í byrjun september, október og nóvember með greiðsluseðlum.  Staðfestingargjald sem greiða skal í byrjun sumars dregst frá námsgjöldum.
  • Námsgjöld vorannar greiðast í þrennu lagi; í byrjun janúar, febrúar og mars.  Staðfestingargjald vorannar er greitt í desember.
  • Frístundakort Reykjavíkurborgar er hægt að nýta til niðurgreiðslu á námsgjöldum.
  • Nemendur sem hefja nám að hausti geta tekið sér hlé frá námi eða hætt um áramót.  Nemendur sem hætta á miðri önn þurfa samt sem áður að greiða fyrir alla önnina.