Ýmiss útgáfaHaustið 2015 kom út hljómdiskurinn "Húsið sefur" með  sönglögum í jazz útsetningum eftir Leif Gunnarsson. Lögin eru samin við ljóð nokkurra íslenskra ljóðskálda.  Flytjendur eru Leifur Gunnarsson kontrabassi, Ingrid Örk Kjartansdóttir söngur, Kjartan Valdimarsson píanó, Matthías Hemstock trommur, Haukur Gröndal altsaxafónn og basset horn og Snorri Sigurðarson, trompet.
Samhliða úgáfu hljómdisksins kom út nótnabók með öllum lögunum á disknum.  Leifur Gunnarsson er kennari við Tónskóla Hörpunnar.


Í desembermánuð 2015 kom út bókin "Nótur og tónar II hefti"  Um er að ræða framhald af kennslubók í blokkflautuleik "Nótur og tónar I" sem út kom fyrir átta árum.  Höfundur er Svanhvít Sigurðardóttir skólastjóri Tónskóla Hörpunnar.
  

Árið 2005 kom út geisladiskurinn "Áfram stelpur". Á honum eru baráttusöngvar þeir sem gefnir voru út á hljómplötu árið 1975.  Tónlistarfélagið Strengir er útgefandi. Umsjónarmaður útgáfunnar er Kjartan Eggertsson aðstoðarskólastjóri við Tónskóla Hörpunnar.