Verkfall hófst í dag
Kæru foreldrar/forráðamenn og nemendur.
Eins og nú er orðið ljóst þegar þetta er ritað er verkfall skollið á í tónlistarskólum landsins, miðvikudaginn 22. október 2014. Við höfðum vonað að þeir fulltrúar sem með samningamálin fara myndi auðnast að komast að sameiginlegri niðurstöðu svo ekki kæmi til þessa óyndisúrræðis. Bið ykkur að fylgjast vel með fréttum og framvindu þessara mála. Þið eruð eini þrýstihópurinn sem tónlistarkennarar hafa og því biðlum við til ykkar að styðja kjarabaráttu tónlistarkennara með að skrifa undir stuðningslistann sem tónlistarnemendur fóru af stað með. http://www.petitions24.com/vi_styjum_kjarabarattu_tonlistarkennara Vinsamlega skrifið undir og deilið.
Athugið að Leifur Gunnarsson bassa- og gítarkennari er ekki í verkfalli. Öll önnur kennsla fellur niður. Þar sem sumir kennarar eru í FT Félagi tónlistarskólakennara og aðrir eru í FÍH Félagi íslenskra hljómlistamanna eru sumir kennarar í verkfalli og aðrir ekki. Allir nemendur Leifs mæta áfram í tíma eins og áður en tónfræðitímar falla niður.
Nú verðum við að standa saman, taka einn dag í einu og vona það besta.
Svanhvít Sigurðardóttir,
skólastjóri.