fbpx
Góðar gjafir

Góðar gjafir

Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari heimsótti skólann á dögunum og færði honum góðar gjafir.

Þar var heilt safn af geisladiskum með margskonar klassískri tónlist sem mun nýtast vel t.d. við tónfræði- og sögukennslu. Einnig færði hún skólanum bókina Þegar draumarnir rætast, sem er saga Kammersveitar Reykjavíkur 1974-2016, en Rut var stofnandi hennar og stjórnandi til ársins 2016. Þá settist hún niður og skrifaði sögu sveitarinnar sem spannaði yfir 42 ár. Það er ljóst að þarna hefur verið unnið mikið og auðgandi starf í tónlistarmenningu okkar Íslendinga. Bókina prýða margar fallegar ljósmyndir sem gaman er að skoða.

Við þökkum Rut innilega fyrir höfðinglegar gjafir og óskum henni velfarnaðar í nýjum verkefnum. Á meðfylgjandi mynd eru Rut og Svanhvít Sigurðardóttir skólastjóri Tónskóla Hörpunnar.

Comments are closed.
%d bloggers like this: