fbpx
Hver er framtíð Tónlistarskóla í tónlistarborginni Reykjavík?

Hver er framtíð Tónlistarskóla í tónlistarborginni Reykjavík?

Foreldrar, tónlistarnemar, tónlistarkennarar og aðrir velunnarar tónlistarkennslu í Reykjavíkurborg vinsamlegast athugið:

Opinn fundur verður haldinn í Austurbæjarbíó miðvikudaginn 2. maí kl. 20.00 um framtíð tónlistarkennslu í Reykjavíkurborg.

Á fundinn eru boðaðir oddvitar framboðanna til sveitarstjórnarkosninganna í vor.   Oddvitar stærstu framboðanna, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Eyþór Arnalds borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins munu taka til máls.

Það er ljóst þeim sem fylgst hafa með málefnum tónlistarskóla undanfarin misseri að víða hefur vandi steðjað að. Enn eru tónlistarskólar að súpa seyðið af hruninu 2008. Það er mikilvægt að allir sem láta sér annt um tónlistarkennslu í höfuðborginni Reykjavík mæti á fundinn og láti skoðun sína í ljós.

Blómlegt tónlistarlíf á Íslandi á rætur sínar að rekja til öflugrar tónlistarmenntunar. Viljum við sjá öflugt tónlistarlíf áfram á Íslandi? Ef svo er, mætum á fundinn og látum í okkur heyra!

 

Skildu eftir svar

%d bloggers like this: