
Kennsla og tónleikar falla niður 10.desember

Sökum afleitrar veðurspár og tilmæla borgaryfirvalda að fólk haldi sig innandyra, verðum við að fella niður kennslu eftir hádegi á morgun, þriðjudaginn 10.des.
Jólatónleikar sem áttu að fara fram kl. 18:30 og 19:30 falla einnig niður og tilkynnt verður síðar hvort mögulegt verði að halda þá tónleika á öðrum tímapunkti. Vinsamlegast athugið að tónleikar 11.des eru samkvæmt áætlun.