Tónskóli Hörpunnar – aðgerðir vegna Covid-19
Vegna samræmdra aðgerða Sambands íslenskra sveitafélaga og heilbrigðisyfirvalda verða miklar skerðingar á starfi tónlistarskóla á öllu landinu næstu 4 vikurnar. Þetta er gert til að gæta fylgstu varúðar til að fækka smitleiðum. Yfirvöld hafa því ákveðið að tónfundir, tónfræði, samspil og forskóli falli niður.
Yfirvöld hafa einnig ákveðið að engin tónlistarkennsla fari fram innan veggja grunnskólanna,. Nemendur sem það geta þurfa að sækja tíma í höfuðstöðvar Tónskóla Hörpunnar í Spönginni eða fá kennslu í gegnum skype/ messenger eða álíka að fengnu leyfi persónuverndar (nánar síðar).
Tímar verða styttir og samkennsla splittuð upp í sumum tilfellum.
Nemendur þurfa að koma með sínar eigin bækur/nótur, skriffæri og önnur námsgögn þar sem óheimilt er að nota gögn skólans.
Óskað er eftir að nemendur mæti ekki í hljóðfæratíma hafi þeir minniháttar flensueinkenni, sama gildir um kennara, þeir mæta ekki ef þeir eru lasnir. Einnig er óskað eftir að öll forföll séu tilkynnt.
Foreldrar og óviðkomandi eiga ekki að koma inn í tónskólann, þeir nemendur sem þurfa fylgd í tíma eiga að kveðja við aðaldyr skólans.
Kennarar skólans munu hafa samband við sína nemendur varðandi framhaldið.
Þetta eru fordæmalausir tímar en með samheldni og virðingu munum við komast heil í gegnum þessar hremmingar.