Þakkir til foreldra og forráðamanna
Tónskóli Hörpunnar vill þakka foreldrum og forráðamönnum nemenda fyrir þann góða skilning sem þeir hafa sýnt okkur við þær aðstæður sem við búum við þessa dagana. Tónlistarkennarar hafa haldið nemendum við efnið með fjarkennslu og munu halda því áfram eftir páska. Og þó svo tónlistarkennslan og gæði hennar séu verulega skert þá er ánægjulegt að fá að kynnast foreldrum með þessum hætti þar sem þeir eru ósjálfrátt virkir þátttakendur í námi barnanna.
Sjáumst í símanum eftir páska 🙂
