4. maí
Frá og með 4. maí n.k. hefst skólahald að nýju með hefðbundnu sniði.
Kennsla í Tónskólanum verður samkvæmt stundaskrá sem var í gildi fyrir samkomubann, nema annað verði tilkynnt .
Tónlistarkennsla í grunnskólum verður samkvæmt stundaskrá sem var í gildi fyrir samkomubann, nema annað verði tilkynnt.
Áfram þarf að huga vel að allri smitgát varðandi handþvott og sprittun.
Foreldrar mega ekki koma inn í Tónskólann.
Hóptímar byrja aftur eins og t.d. tónfræðin og munum við ljúka henni með prófi.
Vortónleikarnir munu því miður falla niður þetta vorið.
Hefðbundinni kennslu lýkur föstudaginn 22. maí.