fbpx
Skólalok

Skólalok

Í dag lokum við skólaárinuu 2019-2020 formlega með því að senda út umsagnir til allra nemenda tónskólans. Eins og allir vita gátum við ekki lokið skólanum með vortónleikum eins og hefð er fyrir vegna Covid-19. Ég vil þakka kennurum, nemendum, foreldrum, forráðamönnum og öðrum þeim sem að málinu komu fyrir þrautseigju, jákvæðni, kraft og dugnað meðan á samkomubanninu stóð. Þannig komumst við öll heil út úr þessum erfiðu aðstæðum , reynslunni ríkari og vitandi það að þegar virkilega reynir á stöndum við öll saman sem einn maður. Það er góð tilfinning.

Bestu kveðjur til ykkar allra með von um gott og heillaríkt sumar.

Svanhvít Sigurðardóttir skólastjóri

Skildu eftir svar

%d bloggers like this: