Áríðandi
Kæru foreldrar/ forráðamenn
Nú þurfum við að skerpa á öllum sóttvarnarreglum okkar í ljósi þess að smitum af Covid-19 hefur fjölgað mikið síðustu daga.
Foreldrar mega ekki lengur koma inn í tónskólann, þeir þurfa að kveðja börnin sín fyrir framan dyr skólans.
Nemendur eiga að koma með sínar eigin nótnabækur, verkefnabækur, blýhanta, yddara og strokleður og önnur þau áhöld sem þeir eru vanir að nota í tónskólanum.
Gætum vel að okkar eigin smitvörnum með handþvotti, spritti og fjarlægð eins og Þórólfur minnir okkur stöðugt á.
Gangi ykkur öllum sem allra best.
Svanhvít Sigurðardóttir
skólastjóri Tónskóla Hörpunnar