NÓTAN (nú Netnótan) 2021
Næsta sunnudagskvöld 20. júní munu tónlistarnemar úr Tónskóla Hörpunnar, Tónlistarskólanum í Grafarvogi og Tónstofu Valgerðar ásamt fleiri skólum láta ljós sitt skína í Netnótunni á sjónvarpsstöðinni N4.
Netnótan er samstarfsverkefni margra tónlistarskóla. Alls eru um 90 tónlistarskólar starfandi á landinu með 15 þúsund nemendur.