Kennsla hefst að nýju á morgun þriðjudag, 4. janúar 2022
Ágætu nemendur og forráðamenn.
Gleðilegt ár og takk fyrir samstarfið á árinu 2021.
Kennsla hefst að nýju á morgun, þriðjudag 4. janúar samkvæmt stundaskrá haustannarinnar.
Í dag, mánudag 3. janúar er starfsdagur kennara og undirbúningur vorannar.
Nýir nemendur koma til náms á vorönninni og verður haft samband við þá, ef kennararnir eru ekki þegar búnir að heyra í þeim.