Umsóknir á haustönn og páskafrí
Nú sendi Reykjavíkurborg út árlegan tölvupóst um umsóknir í tónlistarskóla. Til að sækja um nám í Tónskóla Hörpunnar þarf að fylla út umsókn á heimasíðunni okkar. Öllum umsóknum er svarað.
Hjá okkur þarf ekki að sækja um aftur hafi nemandi stundað nám á á vorönn 2023. Við færum alla sjálfkrafa áfram yfir á næsta skólaár, og þið tryggið ykkur plássið með því að greiða staðfestingargjald, en greiðsluseðill er sendur út að sumri.
Við biðjum ykkur hinsvegar um að láta okkur vita ef einhverjar breytingar verða, t.d. ef nemandi vill skipta um hljóðfæri, taka sér pásu eða þarf að breyta um kennslustað. Þetta má gera með því að senda okkur tölvupóst á harpan@harpan.is
Nú eru páskar á næsta leiti og er páskafrí okkar eins og grunnskólanna, frá 1.-10.apríl. Kennsla hefst aftur þriðjudaginn 11.apríl samkvæmt stundaskrá.