Vortónleikar
Kæru nemendur, foreldrar og aðstandendur.
Vortónleikar Tónskóla Hörpunnnar fara fram dagana 15. og 16.maí næstkomandi. Allir nemendur hafa fengið úthlutað tónleikatíma frá sínum kennara. Tónleikarnir eru að vanda haldnir í Borgum, Spönginni 43 sem er næsta hús við tónskólann.
Við biðjum alla að mæta tímanlega og æskilegt er að nemendur mæti í tónleikaklæðnaði.
Vikan 15.-19. maí er síðasta kennsluvika þessarar annar en eftir það verðum við með stigspróf fyrir þá sem eru komnir þangað í náminu, leikskólaheimsóknir og starfsdaga þar sem við undirbúum starf haustsins og sækjum endurmenntun.