Hljóðfærakynning 1.sept kl 17:00
Föstudaginn 1.sept kl 17:00 ætlum við að bjóða áhugasama velkomna í skólann og kynnum strokhljóðfæri. Það eru þau Sólrún Svava Kjartansdóttir fiðlukennari og Leifur Gunnarsson, gítar og bassakennari sem taka á móti börnum og foreldrum þeirra og kynna fiðlufjölskylduna og einn fjarskyldan ættingja.
Búast má við smá tónlist en einnig verður hægt að prófa hljóðfærin. Hér gefst einnig tækifæri til að fá upplýsingar um skólann og námið, og skoða húsakynni skólans í Spönginni 39.
Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.