Dagur tónlistarskólanna
Dagur tónlistarskólanna veður haldinn hátíðlegur með opnu húsi í Tónskóla Hörpunnar Spönginni 39, laugardaginn 10. febrúar n.k. kl. 13:00 – 15:00.
Nemendur munu flytja tónlistaratriði og hægt verður að prófa allskonar hljóðfæri og spjalla við starfsfólk skólans. Boðið verður upp á kaffiveitingar og eru allir velkomnir, bæði þeir sem stunda nám við skólann og þeir sem vilja kynna sér starfsemina.