fbpx
Vorverkin

Vorverkin

Vortónleikar Tónskóla Hörpunnnar fara fram dagana 7. og 8. maí næstkomandi. Vinnum við nú að niðurröðun nemenda en allir fá upplýsingar þar um frá sínum kennara. Tónleikarnir eru að vanda haldnir í Borgum, Spönginni 43 sem er næsta hús við tónskólann.

Við biðjum alla að mæta tímanlega og æskilegt er að nemendur mæti í tónleikaklæðnaði.

16. maí stendur Tónskóli Hörpunnar fyrir afmælistónleikum á Bókasafninu í Spönginni kl 17:00, en skólinn fagnar í ár 25 ára starfsafmæli. Þar verða flutt nokkur vel valin verk nemanda sem búið er að flytja á vortónleikum, samspil og samleikur kennara og nemenda. Tónleikarnir eru um 45 mín og eftir tónleika býður skólinn gestum upp í skóla að gæða sér á afmælisköku og kaffi.

Síðasti kennsludagur þessarar annar er 27. maí en eftir það verðum við með leikskólaheimsóknir og starfsdagar þar sem við undirbúum starf haustsins og sækjum endurmenntun.

Skildu eftir svar

%d bloggers like this: