Tónleikar á Borgarbókasafni í Spönginni
Tónskóli Hörpunnar fagnar 25 ára starfsafmæli í ár og fögnum við því með nokkrum viðburðum. Viljum við nú í lok vorannar bjóða borgarbúum á stutta tónleika á Borgarbókasafni í Spönginni. Efnisskrá samanstendur af lögum úr ýmsum áttum en þungamiðja er samspil, bæði nemenda og í einhverjum tilfellum kennara.
Tónleikarnir taka um 45 mín en að þeim loknum bjóðum við öllum upp á efri hæðina í húsnæði skólans til að þiggja laufléttar veitingar.