fbpx

Browsed by
Author: leifurgunnarsson@gmail.com

Ný tímasetning tónleika sem falla niður í dag

Ný tímasetning tónleika sem falla niður í dag

Eins og áður hefur komið fram þurfti að fella niður tvenna jólatónleika í dag 10.des. Nú er ljóst að við munum færa tónleikana og fara þeir nú fram 17. desember í Kirkjuselinu í Borgum kl. 17:30 og 18:30. 

Dagskráin hliðrast um klukkustund svo að þeir nemendur sem áttu að spila kl. 18:30 eru nú kl. 17:30 og þeir sem áttu að spila kl. 19:30 verða nú kl. 18:30.

Við vonum að allir geti verið með og sýni þessari tilfærslu skilning. Þetta er í fyrsta sinn í 20 ára starfi skólans sem fella þarf niður tónleika og þetta því algjört neyðarúrræði.

Kennsla og tónleikar falla niður 10.desember

Kennsla og tónleikar falla niður 10.desember

Sökum afleitrar veðurspár og tilmæla borgaryfirvalda að fólk haldi sig innandyra, verðum við að fella niður kennslu eftir hádegi á morgun, þriðjudaginn 10.des.

Jólatónleikar sem áttu að fara fram kl. 18:30 og 19:30 falla einnig niður og tilkynnt verður síðar hvort mögulegt verði að halda þá tónleika á öðrum tímapunkti. Vinsamlegast athugið að tónleikar 11.des eru samkvæmt áætlun.

Góðar gjafir

Góðar gjafir

Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari heimsótti skólann á dögunum og færði honum góðar gjafir.

Þar var heilt safn af geisladiskum með margskonar klassískri tónlist sem mun nýtast vel t.d. við tónfræði- og sögukennslu. Einnig færði hún skólanum bókina Þegar draumarnir rætast, sem er saga Kammersveitar Reykjavíkur 1974-2016, en Rut var stofnandi hennar og stjórnandi til ársins 2016. Þá settist hún niður og skrifaði sögu sveitarinnar sem spannaði yfir 42 ár. Það er ljóst að þarna hefur verið unnið mikið og auðgandi starf í tónlistarmenningu okkar Íslendinga. Bókina prýða margar fallegar ljósmyndir sem gaman er að skoða.

Við þökkum Rut innilega fyrir höfðinglegar gjafir og óskum henni velfarnaðar í nýjum verkefnum. Á meðfylgjandi mynd eru Rut og Svanhvít Sigurðardóttir skólastjóri Tónskóla Hörpunnar.

Tónfræðitímarnir

Tónfræðitímarnir

Tónfræðikennslan byrjar 12. september

Tónfræði I á þriðjudögum. Fyrsti tími kl. 17:00
Tónfræði II á miðvikudögum kl. 17:00
Tónfræði III á miðvikudögum kl. 18:00

Stöðupróf í tónfræði verður þriðjudaginn 5. september kl. 17:00