fbpx
Forskólinn

Forskólinn

Yngstu nemendurnir byrja flestir í forskólanum og leika á blokkflautur. Miðað er við að í hverjum hóp séu 5-8 nemendur. Kennslan er sérstaklega miðuð að krökkum í 1. og 2. bekk en einnig höfum við tekið á móti elstu krökkum leikskólans. Unnið er með litaðar nótur og kennt er í litlum hópum. Auk þess að læra að mynda tón á flautu og læra skemmtileg lög, vinnum við með söng, hreyfingar og slagverkshljóðfæri.

Kennslustaðirnir eru Álftamýrarskóli, Ártúnsskóli, Spöngin, Engjaskóli, Húsaskóli,  Sæmundarskóli. Hópurinn í Spönginni er á þriðjudögum og hópar sem fá kennslu innan veggja grunnskólans eru tekin úr tíma í heimastofu.

Námsgjald haustannar er 51.082 kr og deilist í 4 greiðslur. Hægt er að nýta frístundakort Reykjavíkurborgar til að niðurgreiða námsgjöld.

Sækja má um í forskólan með því að smella hér