fbpx
Kennarar

Kennarar

Svanhvít Sigurðardóttir
skólastjóri, forskóli, tónfræði, söngur
s: 8220397
email: svanhvits(at)gmail.com

Útskrifaðist sem sjúkraliði frá Sjúkraliðaskóla Íslands 1976 og starfaði við það  í mörg ár. Sótti gítar og píanónám á yngri árum. Lauk burtfararprófi í klassískum söng frá Söngskóla Sigurðar Demetz vorið 2012. Ásamt því að hafa sótt mörg námskeið bæði í söng og rythma hefur hún sótt einkatíma hjá Hlín Pétursdóttur hér heima  og Britt Hein og Jakob Beck í Kaupmannahöfn.

Útgefið efni: Kennslubók í blokkflautuleik; Nótur og Tónar 1. hefti og Nótur og Tónar 2. hefti með styrk frá Starfsmenntunarsjóði tónlistarkennara.

Leifur Gunnarsson
aðstoðarskólastjóri, gítar, raf- og kontrabassi, píanó, ukulele, slagverk
s: 8689048
email: leifurgunnarsson(at)gmail.com

Leifur er kontrabassaleikari að mennt og lauk 2013 Ba prófi frá Rytmisk musik conservatorium í Kaupmannahöfn. Samhliða kennslu er hann virkur flytjandi innan jazzsenunnar, heldur úti tónleikaröðinni Jazz í hádeginu í samvinnu við Borgarbókasafn og heldur úti metnaðarfullu tónleikaverkefni fyrir krakka á á öllum aldri undir yfirskriftinni „Yngstu hlustendurnir“.

Leifur hefur gefið út tvö hljóðrit í eigin nafni, Húsið sefur (2015) og Tónn úr tómi (2020).

Ingrid Örk Kjartansdóttir
söngur, píanó, saxófónn
s: 8220395
email: ingridork(at)gmail.com

Ingrid Örk hóf tónlistarnám 6 ára gömul. Alla grunnskólagönguna tók hún þátt í lúðrasveitastarfi og popphljómsveitum meðfram píanónámi sem var hennar aðalgrein. Ingrid Örk lauk framhaldsprófi í klassískum píanóleik frá Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar, lauk kennaradeild FÍH og stundaði jazzpíanónám í sama skóla. Auk þess að hafa sótt ýmis námskeið hefur Ingrid sótt einkatíma í söng hjá Britt Hein í Kaupmannahöfn og kemur reglulega fram sem jazzsöngkona.

Árið 2014 lauk Ingrid bachelornámi í tónlistarfræðum frá Kaupmannahafnarháskóla þar sem lokaritgerð hennar fjallaði um íslenska dægurtónlistarsenu á árunum eftir efnahagshrunið.

Ingrid lauk meistaranámi í menningarfræði frá Háskóla Íslands árið 2022. Námið nýtti hún til að skoða tónlist frá hinum ýmsu sjónarhornum menningarfræðinnar; popptónlist, klassíska tónlist og jazztónlist.

Jón Ingimundarson
Píanó, flauta, klarinett
s: 892 3182
email: joningim@gmail.com

Jón hóf nám við Tónlistarskólann á Hólmavík fimm ára gamall og lærði bæði á orgel og píanó. Hann tók þátt í hljómsveitarstarfi af ýmsu tagi sem byggðist mikið á að spila eftir eyranu og læra hljóma. Hann hóf nám í jazzpíanóleik við Tónlistarskóla FÍH árið 2008 og úskrifaðist þaðan árið 2015.

Sólrún Svava Kjartansdóttir
Fiðla
s: 8581845
email: solrunsvava(at)gmail.com

Sólrún útskrifaðist með framhaldspróf frá Tónlistarskóla Akureyrar vorið 2020. Um haustið hóf hún síðan nám við Listaháskóla Íslands á hljóðfærakennarabraut þar sem hún sérhæfði sig í fiðluleik. Sólrún útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands vorið 2023.

Hörður Alexander Eggertsson
Píanó
s: 7671590
email: hordur21(at)lhi.is

Hörður Alexander hóf píanó nám í Tónlistarskóla Árnesinga átta ára gamall. Eftir mikið hljómsveitarstarf á menntaskólaárunum færðist áhuginn yfir í rytmíska tónlist og fór hann í framhaldinu í námi í Tónskóla FÍH og hélt svo áfram í Listaháskóla Íslands að læra rytmískan söng- og hljóðfærakennslu.

Bjarni Már Ingólfsson
Gítar
s: 8486871
email: bjarnimar1997(at)gmail.com

Bjarni Már hóf sitt tónlistarnám 10 ára gamall í tónlistarskólanum á Egilsstöðum. Árið 2018 útskrifaðist hann með burtfarapróf frá MÍT og hóf sama ár nám í djass gítarleik við New School í New York þar sem hann lærði undir handleiðslu Lage Lund og Steve Cardenas. Árið 2019 flutti Bjarni til Stokkhólms og nam við Konunglega Tónlistarháskólans. Hann útskrifaðist þaðan með BA gráðu árið 2022. Bjarni virkur djassgítarleikari, bæði á Íslandi og í Svíþjóð, og hefur komið fram á mörgum af helstu tónleikastöðum beggja landa.

Kjartan Eggertsson
Skrifstofustjóri, afleysingar
s: 8220398
email: kjartan(at)harpan.is

Kjartan er menntaður tónlistarkennari frá Tónskóla Sigursveins og organisti frá Tónskóla þjóðkirkjunnar.

Kjartan starfaði sem tónlistarkennari í Tónskóla Sigursveins, Tónlistarskólanum á Akranesi og á Bíldudal og var jafnframt organisti Bíldudalskirkju. Skólastjóri Tónlistarskóla Dalasýslu í 15 ár og Tónlistarskóla Ólafsvíkur í 5 ár.  Starfaði einnig sem organisti og kórstjóri á báðum stöðum öll árin.Kjartan var skólastjóri Tónskóla Hörpunnar frá 1999 en sinnir nú skrifstofustörfum og afleysingum.

Útgefið efn: Áfram stelpur, hljómplata 1975, Nokkur íslensk lög umskrifuð fyrir gítar, 1977, Vor í Dölum, hljómplata, kórar Dalasýslu 1983, Leikum á gítar, kennslubók í gítarleik 1984, Þú gafst mér akurinn þinn, körlög við Passíusálma sr. Hallgríms Péturssonar 2001