fbpx
Kennslufyrirkomulag

Kennslufyrirkomulag

Hvernig fer kennslan fram?

Hljóðfærakennslan fer annað hvort fram í Spönginni 37-39 (Hörpunni) eða í grunnskóla nemandans að morgni dags. Kennsla í Spönginni fer fram allan daginn. Kennsla í grunnskólunum er á morgnana í samvinnu við starfsfólk grunnskólanna og eru nemendur þá teknir út úr almennum kennslustundum í samráði við kennara og foreldra.

Nemendur velja um það í upphafi skólaárs á hvorum staðnum þeir sækja námið.

Hvað eru tímarnir langir?

Flestir nemendur eru í svokallaðri samkennslu. Þeir koma tveir saman í tíma og mæta einu sinni í viku. Nemendur eru valdir saman eftir aldri og getu. Lengra komnir nemendur og fullorðnir sækja einkatíma. Nemendur mæta einu sinni í viku í spilatíma og er hver kennslustund 45 mínútur.
Í einhverjum tilfellum þegar erfiðlega gengur að para saman eru nemendur hafðir stakir en fá þá 30 mínútur í staðin.

Forskólinn

Yngstu nemendurnir byrja flestir í forskólanum og leika á blokkflautur. Miðað er við að í hverjum hóp séu 5-8 nemendur.

Tónfræðikennsla
Tónfræðikennsla fer fram í hóptímum. Það er ekki gerð krafa um að nemendur sem eru að hefja hljóðfæranám sæki tónfræðitíma, en þeir hvattir til að mæta, hafi þeir áhuga og tíma til.

Samspilstímar
Fastur liður í starfi skólans eru samspilstímar. Þátttaka í samspilstímum er háð ákvörðun hljóðfærakennara. Undirbúningur samspilstíma fer fram í hljóðfæratímum.

Tónfundir
Á hverjum vetri eru haldnir nokkrir tónfundir. Á tónfundi koma saman nemendur hvers kennara og bjóða foreldrum sínum að koma og hlýða á. Tilgangurinn með tónfundum er að þjálfa einbeitingarhæfni nemenda og gefa forráðamönnum tækifæri á að fylgjast með framvindu námsins. Einn tónfundur eru á haustönn og tveir á vorönn.

Tónleikar
Tvennir opinberir tónleikar eru haldnir á hverju skólaári, -jólatónleikar og vortónleikar. Allir nemendur skulu taka þátt í tónfundum og tónleikum.