fbpx
Námsgjöld

Námsgjöld

Námsgjöld á vorönn 2023

Hljóðfæranám samkennsla
(Tveir nemendur saman í tíma)
121.423 kr.

Forskóli (blokkflauta) hópkennsla
(5-8 nemendur saman í tíma)
63.679 kr.

Hljóðfæranám einkakennsla
169.992 kr.

Veittur er 15% systkinaafsláttur

Frístundakortið
Á árinu 2023 niðurgreiðir Reykjavíkurborg námsgjöld í skólanum í gegnum Frístundakortið, fristund.is. Síðustu ár hefur niðurgreiðslan verið 50.000 kr., en verður ár árinu 2023 75.000 krónur.  Forráðamenn nemenda eiga val um það hvar og hvernig niðurgreiðslunni er varið. Hægt er að velja að nota hluta hennar, ýmist á vorönn, sumarönn eða haustönn. Einnig er hægt að skipta henni á milli skóla og íþróttafélaga og fleiri aðila. 

Hvernig er greitt?

Námsgjöld haustannar eru greidd í fjórum hlutum; Staðfestingargjald  kr. 13.090 greitt í júlí og eftirstöðvar í byrjun september, október  og nóvember. Greitt er með greiðsluseðlum. 

Frístundakort Reykjavíkurborgar (fristund.is) er hægt að nýta til niðurgreiðslu á námsgjöldum. Nemendur sem hefja nám að hausti geta tekið sér hlé frá námi eða hætt um áramót. Nemendur sem hætta á miðri önn þurfa samt sem áður að greiða fyrir alla önnina.

Námsgjald er eingöngu innheimt með greiðsluseðlum. Almennt er gert ráð fyrir að nemendur sæki um skólavist í apríl og maí vegna komandi skólaárs. Í júlí skulu nemendur staðfesta skólavist með greiðslu staðfestingargjalds kr. 13.090. Nemendur sem sækja um eftir þann tíma og fá skólavist greiða auk staðfestingargjalds sérstakt innritunargjald 2.500 kr.

Breytingar á námsgjöldum fylgja almennum verðlagshækkunum og launatöflum í kjarasamningum tónlistarkennara. Athugið að staðfestingargjaldið er óafturkræft.