fbpx
Námsgjöld

Námsgjöld

Námsgjöld á vorönn 2022

Hljóðfæranám samkennsla
(Tveir nemendur saman í tíma)
110.390 kr.

Forskóli (blokkflauta) hópkennsla
(5-8 nemendur saman í tíma)
57.893 kr.

Hljóðfæranám einkakennsla
154.545 kr.

Veittur er 15% systkinaafsláttur

Frístundakortið
Á árinu 2022 niðurgreiðir Reykjavíkurborg námsgjöld í skólanum í gegnum Frístundakortið, fristund.is. Nemur niðurgreiðslan 50.000 kr.   Forráðamenn nemenda eiga val um það hvar og hvernig niðurgreiðslunni er varið. Hægt er að velja að nota hluta hennar, ýmist á vorönn, sumarönn eða haustönn. Einnig er hægt að skipta henni á milli skóla og íþróttafélaga og fleiri aðila. 

Hvernig er greitt?

Námsgjöld vorannar eru greidd í fjórum hlutum; Staðfestingargjald  kr. 11.900 greitt í desember og eftirstöðvar í byrjun janúar, febrúar  og mars. Greitt er með greiðsluseðlum. 

Frístundakort Reykjavíkurborgar (fristund.is) er hægt að nýta til niðurgreiðslu á námsgjöldum. Nemendur sem hefja nám að hausti geta tekið sér hlé frá námi eða hætt um áramót. Nemendur sem hætta á miðri önn þurfa samt sem áður að greiða fyrir alla önnina.

Námsgjald er eingöngu innheimt með greiðsluseðlum. Almennt er gert ráð fyrir að nemendur sæki um skólavist í apríl og maí vegna komandi skólaárs. Í júní skulu nemendur staðfesta skólavist með greiðslu staðfestingargjalds kr. 11.900. Nemendur sem sækja um eftir þann tíma og fá skólavist greiða auk staðfestingargjalds sérstakt innritunargjald 2.500 kr.

Breytingar á námsgjöldum fylgja almennum verðlagshækkunum og launatöflum í kjarasamningum tónlistarkennara. Athugið að staðfestingargjaldið er óafturkræft.