fbpx
Jólatónleikar

Jólatónleikar

Jólatónleikar Tónskóla Hörpunnar verða haldnir dagana 7. og 8.des næstkomandi. Verðum við með 5 tónleika og fara þeir fram í Borgum, Spönginni 43, 112 Grafarvogi. Kennarar útdeila sínum nemendum tímasetningu og því best að beina spurningum til þeirra.

Nú er upplagt að æfa sig sérstaklega vel svo að allir eigi jákvæða upplifun af tónleikahaldinu og fari brosandi inn i jólafrí.

Haustfrí í Tónskóla Hörpunnar

Haustfrí í Tónskóla Hörpunnar

Kæru nemendur og forráðamenn, 

Á morgun hefst haustfrí í Tónskóla Hörpunnar, en eins og síðastliðin ár erum við samstíga grunnskólanum. Því er engin kennsla 26. 27. og 30.október. 

Um leið og við óskum ykkur notalegra stunda, langar okkur að monta okkur aðeins en Leifur Gunnarsson aðstoðarskólastjóri var að gefa út smáskífu með tónlist sem tengist hrekkjavöku. Þetta er aðgengilegt fyrir áhugasama á Spotify

Einnig eru þrennir tónleikar sem Borgarbókasafn býður fjölskyldum upp á, þar sem þessi tónlist er flutt í einstaklega draugalegri umgjörð. Aðgangur er ókeypis og öllum frjáls á meðan húsrúm leyfir.

https://www.facebook.com/events/194048260373342/194052473706254

Hljóðfærakynning 1.sept kl 17:00

Hljóðfærakynning 1.sept kl 17:00

Föstudaginn 1.sept kl 17:00 ætlum við að bjóða áhugasama velkomna í skólann og kynnum strokhljóðfæri. Það eru þau Sólrún Svava Kjartansdóttir fiðlukennari og Leifur Gunnarsson, gítar og bassakennari sem taka á móti börnum og foreldrum þeirra og kynna fiðlufjölskylduna og einn fjarskyldan ættingja. 

Búast má við smá tónlist en einnig verður hægt að prófa hljóðfærin. Hér gefst einnig tækifæri til að fá upplýsingar um skólann og námið, og skoða húsakynni skólans í Spönginni 39.

Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Innritun nýrra nemenda á haustönn 2023

Innritun nýrra nemenda á haustönn 2023

Undirbuningur haustannar og innritun nýrra nemenda stendur yfir. Fyrsti kennsludagur haustannar er 28.ágúst.

Einhverjir hafa sent okkur skilaboð útaf því að merki skólans var tekið niður og er rétt að koma því á framfæri að verið er að klæða húsið. Skólinn er enn í sama húsnæði og við hlökkum til að sjá alla nemendur og foreldra þegar starfið hefst.

Vortónleikar

Vortónleikar

Kæru nemendur, foreldrar og aðstandendur.

Vortónleikar Tónskóla Hörpunnnar fara fram dagana 15. og 16.maí næstkomandi. Allir nemendur hafa fengið úthlutað tónleikatíma frá sínum kennara. Tónleikarnir eru að vanda haldnir í Borgum, Spönginni 43 sem er næsta hús við tónskólann.

Við biðjum alla að mæta tímanlega og æskilegt er að nemendur mæti í tónleikaklæðnaði.

Vikan 15.-19. maí er síðasta kennsluvika þessarar annar en eftir það verðum við með stigspróf fyrir þá sem eru komnir þangað í náminu, leikskólaheimsóknir og starfsdaga þar sem við undirbúum starf haustsins og sækjum endurmenntun.

Umsóknir á haustönn og páskafrí

Umsóknir á haustönn og páskafrí

Nú sendi Reykjavíkurborg út árlegan tölvupóst um umsóknir í tónlistarskóla. Til að sækja um nám í Tónskóla Hörpunnar þarf að fylla út umsókn á heimasíðunni okkar. Öllum umsóknum er svarað.

Hjá okkur þarf ekki að sækja um aftur hafi nemandi stundað nám á á vorönn 2023. Við færum alla sjálfkrafa áfram yfir á næsta skólaár, og þið tryggið ykkur plássið með því að greiða staðfestingargjald, en greiðsluseðill er sendur út að sumri.

Við biðjum ykkur hinsvegar um að láta okkur vita ef einhverjar breytingar verða, t.d. ef nemandi vill skipta um hljóðfæri, taka sér pásu eða þarf að breyta um kennslustað. Þetta má gera með því að senda okkur tölvupóst á harpan@harpan.is

Nú eru páskar á næsta leiti og er páskafrí okkar eins og grunnskólanna, frá 1.-10.apríl. Kennsla hefst aftur þriðjudaginn 11.apríl samkvæmt stundaskrá.

Vetrarfrí

Vetrarfrí

Kæru foreldrar og forráðamenn. Við erum eins og síðustu ár með vetrarfrí sömu daga og í grunnskólum borgarinnar eða fimmtudag til sunnudags, 24.-25. febrúar. Kennsla hefst aftur á mánudegi samkvæmt stundaskrá.

Opið hús á degi tónlistarskólanna

Opið hús á degi tónlistarskólanna

Dagur tónlistarskólanna verður haldinn hátíðlegur með opnu húsi í Tónskóla Hörpunnar Spönginni 39, laugardaginn 11. febrúar n.k. kl. 13:00 – 15:00.

Nemendur munu flytja tónlistaratriði og hægt verður að prófa allskonar hljóðfæri og spjalla við starfsfólk skólans. Boðið verður upp á kaffiveitingar og eru allir velkomnir, bæði þeir sem stunda nám við skólann og þeir sem vilja kynna sér starfsemina.

Vorönn hefst 4.janúar

Vorönn hefst 4.janúar

Gleðilegt nýtt ár kæru nemendur, foreldrar og forráðamenn. Kennsla á vorönn hefst á morgun, miðvikudaginn 4.janúar. Eins og venjan er í Tónskóla Hörpunnar höfum við opið fyrir skráningu á vorönn sérstaklega, en nemendur haustannar þurfa ekki að sækja um aftur heldur gerum við ráð fyrir þeim áfram að því gefnu að gengið hafi verið frá greiðslu staðfestingargjalda vorannar.

Kennt verður eftir tímaskipulagi haustannar fyrstu vikuna, ef gera þarf breytingar verður kennari í samskiputum við ykkur.

Við höfum samband við nýja nemendur á næstu dögum.