Skólareglur
Nemendur gangi vel og snyrtilega um húsnæði og eigur skólans. Verði
nemandi uppvís að skemmdum á húsnæði eða eigum skólans ber forráðamönnum að bæta tjónið.
Nemandi sem óskar eftir að hætta námi á önninni þarf engu að síður að greiða námsgjald fyrir alla önnina.
Ætlast er til að nemendur komi fram bæði á tónfundum og tónleikum sem eru á vegum Tónskólans enda litið svo á að það sé hluti af náminu.
Nemendur sem koma fram opinberlega annarsstaðar en á vegum Tónskólans mega ekki gera það í nafni skólans nema í samráði við sinn hljóðfærakennara.
Forfallist nemandi ber forráðamönnum að tilkynna það tímanlega til skólans.
Nemendur sem eru fjarverandi frá kennslu v/ferðalaga eiga ekki rétt á að fá tíma sína bætta.
Sé kennari fjarverandi v/veikinda í 2 vikur eða lengur ber skólanum að útvega afleysingakennara.