fbpx
Stefna skólans

Stefna skólans

Stefna Tónskóla Hörpunnar er:

að reka almennan tónlistarskóla, þar sem kennt er á sem flest hljóðfæri samkvæmt Aðalnámsskrá tónlistarskóla útgefinni af Menntamálaráðuneytinu,

að sinna öllum sem til hans leita, -jafnt fötluðum sem ófötluðum- án tillits til aldurs, kyns eða skoðana,

að hafa enga biðlista,

að koma til móts við þarfir íbúa með því m.a. að veita hljóðfærakennslu innan veggja grunnskólanna,

að hafa samning við Reykjavíkurborg á sama grunni og aðrir tónlistarskólar og keppa við þá í heiðarlegri samkeppni um gæði og þjónustu,

að koma til móts við nærsamfélagið með því að taka þátt í þeim menningarviðburðum sem samfélagið býður upp á hverju sinni,

að taka þátt í þeim verkefnum á vegum Reykjavíkurborgar sem kallað er eftir og endurspegla í starfinu mannréttindastefnu borgarinnar,