fbpx
Ukulele námskeið

Ukulele námskeið

Í vetur ætlum við að bjóða upp á nýtt og spennandi námskeið í ukulele leik. Unnið verður með hljóma-undirleik og nemandinn undirbúinn í að leika undir söng. Kennt er í litlum hópi 6 vikur í senn og fer kennslan fram í húsnæði Tónskólans í Spönginni í Grafarvogi.

Næsta námskeið hefst 21. mars. Kennsla fer fram á mánudögum kl 18:00, 19:00 og á þriðjudögum kl 18:00 verðum við svo með hóp fyrir fullorðna. Hver kennslustund er 60 mínútur. Skipt er niður í hópa eftir aldri. Nemendur þurfa að hafa meðferðis ukulele en kennslugögn verða afhent í tíma. Námskeiðið kostar 16.800 kr og hægt er að nýta frístundastyrk upp í námsgjöld.

Kennari er Kristófer Hlífar Gíslason.

Smellið hér til að hefja skráningu

Námskeiðið er auglýst með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist. Þurfi að fella niður námskeið verða námsgjöld endurgreidd.