fbpx
Ukulele námskeið

Ukulele námskeið

Síðustu ár hefur Tónskóli Hörpunnar boðið upp á námskeið í Ukuleleleik. Unnið er með hljóma-undirleik og nemandinn undirbúinn í að leika undir söng. Kennt er í litlum hópi 5 vikur í senn og fer kennslan fram í húsnæði Tónskólans í Spönginni í Grafarvogi.

Hver kennslustund er 60 mínútur. Skipt er niður í hópa eftir aldri. Nemendur þurfa að hafa meðferðis ukulele en kennslugögn verða afhent í tíma. Námskeiðið kostar 17.500 kr og hægt er að nýta frístundastyrk upp í námsgjöld ef um barn er að ræða.

Kennari er Leifur Gunnarsson.