Þriðjudagur 6. apríl 2021
Vegna aðlögunar skólanna að nýjum Covid reglum fellur hljóðfærakennsla niður í grunnskólanum á morgun 6. apríl. Kennsla í Spönginni verður með eðlilegum hætti eftir hádegi.
Tónfræði I fellur niður á morgun 6. apríl.
Vegna aðlögunar skólanna að nýjum Covid reglum fellur hljóðfærakennsla niður í grunnskólanum á morgun 6. apríl. Kennsla í Spönginni verður með eðlilegum hætti eftir hádegi.
Tónfræði I fellur niður á morgun 6. apríl.
Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum í dag fellur öll kennsla niður á morgun á nánast öllum skólastigum þar með talið tónlistarskólum.
Hvernig kennslu verður háttað eftir páskaleyfi er ekkert hægt að segja til um núna, það mun tíminn einn leiða í ljós. Kennsla mun byrja að nýju þriðjudaginn 6. apríl og munu kennararnir verða tilbúnir í fjarkennslu ef það verður raunin. Vonum samt að svo verði ekki og óskum við þess að þið getið öll notið páskaleyfisins þrátt fyrir þetta bakslag í faraldrinum.
Mánudaginn og þriðjudaginn, 22. og 23. febrúar er vetrarfrí í Tónskóla Hörpunnar og fellur því niður öll kennsla þá daga.
Mánudagur 4. janúar er starfsdagur og fyrsti kennsludagur á vorönn 2021 er þriðjudagur 5. janúar.
Kennt verður samkvæmt stundaskrá haustannar.
Kennslustaðirnir eru: Spöngin, Engjaskóli, Húsaskóli, Sæmundarskóli, Ártúnsskóli, Álftamýrarskóli
Sótt er um á RafrænReykjavík
Nánari upplýsingar í síma skólans 567 0399 og 822 0398
Athygli er vakin á því að samkvæmt nýjum sóttvarnareglum verður hægt að hefja tónfræðikennslu á ný og verður kennslan nú á sama tíma eins og fyrr í haust.
Vegna frétta um starfsdag grunnskóla, leikskóla og tónlistarskóla, skal tekið fram að kennsla í Tónskóla Hörpunnar í Spönginni er óbreytt eftir hádegi á morgun mánudag, 2. nóvember.
Það er vetrarfrí hjá Tónskóla Hörpunnar eins og grunnskólunum í Reykjavík.
Kennsla hefst aftur þriðjudaginn 27. október.
Kæru foreldrar/ forráðamenn
Nú þurfum við að skerpa á öllum sóttvarnarreglum okkar í ljósi þess að smitum af Covid-19 hefur fjölgað mikið síðustu daga.
Foreldrar mega ekki lengur koma inn í tónskólann, þeir þurfa að kveðja börnin sín fyrir framan dyr skólans.
Nemendur eiga að koma með sínar eigin nótnabækur, verkefnabækur, blýhanta, yddara og strokleður og önnur þau áhöld sem þeir eru vanir að nota í tónskólanum.
Gætum vel að okkar eigin smitvörnum með handþvotti, spritti og fjarlægð eins og Þórólfur minnir okkur stöðugt á.
Gangi ykkur öllum sem allra best.
Svanhvít Sigurðardóttir
skólastjóri Tónskóla Hörpunnar