NÓTAN (nú Netnótan) 2021

NÓTAN (nú Netnótan) 2021

Næsta sunnudagskvöld 20. júní munu tónlistarnemar úr Tónskóla Hörpunnar, Tónlistarskólanum í Grafarvogi og Tónstofu Valgerðar ásamt fleiri skólum láta ljós sitt skína í Netnótunni á sjónvarpsstöðinni N4. 
Netnótan er samstarfsverkefni margra tónlistarskóla. Alls eru um 90 tónlistarskólar starfandi á landinu með 15 þúsund nemendur. 

Vortónleikarnir 2021

Vortónleikarnir 2021

Vortónleikar Tónskóla Hörpunnar verða haldnir fimmtudag og föstudag 20. og 21. maí.

Vegna stöðugrar og langvarandi óvissu um takmarkanir á samkomuhaldi verða tónleikarnir streymistónleikar eins og jólatónleikarnir voru.

Tækifæri felast í því að hafa streymistónleika þar sem ættingjar og vinir geta hlýtt á hljóðfæraleikinn hvar sem þeir eru staddir á jarðarkringlunni. Forráðamenn fá sendan “link” á tónleikana sem þeir mega deila með sínum nánustu.

Þriðjudagur 6. apríl 2021

Þriðjudagur 6. apríl 2021

Vegna aðlögunar skólanna að nýjum Covid reglum fellur hljóðfærakennsla niður í grunnskólanum á morgun 6. apríl. Kennsla í Spönginni verður með eðlilegum hætti eftir hádegi.

Tónfræði I fellur niður á morgun 6. apríl.

KENNSLA FELLUR NIÐUR Á MORGUN, 25. MARS

KENNSLA FELLUR NIÐUR Á MORGUN, 25. MARS

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum í dag fellur öll kennsla niður á morgun á nánast öllum skólastigum þar með talið tónlistarskólum.

Hvernig kennslu verður háttað eftir páskaleyfi er ekkert hægt að segja til um núna, það mun tíminn einn leiða í ljós.  Kennsla mun byrja að nýju þriðjudaginn 6. apríl og munu kennararnir verða tilbúnir í fjarkennslu ef það verður raunin.  Vonum samt að svo verði ekki og óskum við þess að þið getið öll notið páskaleyfisins þrátt fyrir þetta bakslag í faraldrinum.

Innritun nýrra nemenda

Innritun nýrra nemendaTónskóli Hörpunnar

www.harpan.is

Við tökum nýja nemendur inn í skólann eftir áramótin.

Kennslustaðirnir eru: Spöngin, Engjaskóli, Húsaskóli, Sæmundarskóli, Ártúnsskóli, Álftamýrarskóli

Sótt er um á RafrænReykjavík

Nánari upplýsingar í síma skólans 567 0399 og 822 0398