fbpx
Páskafrí, innritun nemenda

Páskafrí, innritun nemenda

Nú er opið fyrir umsóknir nýrra nemenda.

Til að sækja um nám í Tónskóla Hörpunnar þarf að fylla út umsókn á heimasíðunni okkar. Öllum umsóknum er svarað.

Nemendur sem þegar stunda nám við skólann þurfa ekki að sækja um sérstaklega fyrir næstu önn. Við biðjum ykkur hinsvegar um að láta okkur vita ef einhverjar breytingar verða, t.d. ef nemandi vill skipta um hljóðfæri, taka sér pásu eða þarf að breyta um kennslustað. Þetta má gera með því að senda okkur tölvupóst á harpan@harpan.is

Nú eru páskar á næsta leiti og er páskafrí okkar eins og grunnskólanna, frá 14.-21.apríl. Kennsla hefst aftur þriðjudaginn 22.apríl samkvæmt stundaskrá.

Skildu eftir svar

%d bloggers like this: