Vetrarfrí
Nú er vetrarfrí í tónskólanum, en við höldum vetrarfrí samhliða grunnskólum borgarinnar. Því er engin kennsla frá 24.- 28.oktober. Sjáumst svo aftur þriðjudaginn 29.október.
Nú er vetrarfrí í tónskólanum, en við höldum vetrarfrí samhliða grunnskólum borgarinnar. Því er engin kennsla frá 24.- 28.oktober. Sjáumst svo aftur þriðjudaginn 29.október.
Nú er ný heimasíða Tónskólanns komin í loftið. Nýja síðan auðveldar okkur að setja inn nýjar fréttir og er svo beintengd við facebook síðu skólans. Við hvetjum fólk til að fylgja okkur þar, sjá fb box hér til hiðar.
Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari heimsótti skólann á dögunum og færði honum góðar gjafir.
Þar var heilt safn af geisladiskum með margskonar klassískri tónlist sem mun nýtast vel t.d. við tónfræði- og sögukennslu. Einnig færði hún skólanum bókina Þegar draumarnir rætast, sem er saga Kammersveitar Reykjavíkur 1974-2016, en Rut var stofnandi hennar og stjórnandi til ársins 2016. Þá settist hún niður og skrifaði sögu sveitarinnar sem spannaði yfir 42 ár. Það er ljóst að þarna hefur verið unnið mikið og auðgandi starf í tónlistarmenningu okkar Íslendinga. Bókina prýða margar fallegar ljósmyndir sem gaman er að skoða.
Við þökkum Rut innilega fyrir höfðinglegar gjafir og óskum henni velfarnaðar í nýjum verkefnum. Á meðfylgjandi mynd eru Rut og Svanhvít Sigurðardóttir skólastjóri Tónskóla Hörpunnar.
Nöfn allra nemenda haustannar hafa nú verið færð á Frístundakortið. Ráðstöfun á Frístundakortinu nú kemur til lækkunar á greiðslum námsgjalda sem inntar eru af hendi í október og nóvember.
Tónfræðikennslan byrjar 12. september
Tónfræði I á þriðjudögum. Fyrsti tími kl. 17:00
Tónfræði II á miðvikudögum kl. 17:00
Tónfræði III á miðvikudögum kl. 18:00
Stöðupróf í tónfræði verður þriðjudaginn 5. september kl. 17:00
Hafin er innritun nýrra nemenda á haustönn 2017. Sótt er um á RafrænReykjavíki. Sjá tengil hér á síðunni.
Vortónleikarnir verða haldnir í krikjuselinu í Borgum, Spönginni.
Mánudagur 15. maí kl. 17:00
Mánudagur 15. maí kl. 18:30
Þriðjudagur 16. maí kl. 17:00
Þriðjudagur 16. maí kl. 18:30
1. maí er lögbundinn frídagur og því liggur allt skólastarf niðri þann dag.
Tónlistarskólarnir fylgja grunnskólunum í páskafríinu. Það er frá 10. til og með 17. apríl. Sumardagurinn fyrsti 20. apríl er lögbundinn frídagur og engin kennsla þá.
Minnum á að í dag mánudag 20. og á morgun 21. febrúar er vetrarfrí í Tónskóla Hörpunnar eins og í grunnskólum Reykjavíkur.
You must be logged in to post a comment.