Vorönn 2023 Innritun
Innritun nýrra nemenda á vorönn er hafin. Nemendur haustannar þurfa ekki að sækja um aftur.
Innritun nýrra nemenda á vorönn er hafin. Nemendur haustannar þurfa ekki að sækja um aftur.
Kæru foreldra og forráðamenn
Í dag kláruðust tónfundir haustannar. Á föstudag förum við svo í haustfrí samhliða grunnskólanum og komum endurnærð aftur til kennslu miðvikudaginn 26.okt.
Undirbuningur haustannar og innritun nýrra nemenda stendur yfir.
Gerð stundaskrár hefst í vikunni 22. – 26. ágúst um leið og grunnskólinn byrjar.
Tónskólinn er nú farinn í páskafrí og hefst kennsla aftur þriðjudaginn 19.apríl líkt og í flestum grunnskólum borgarinnar.
Reykjavíkurborg auglýsti nú á dögunum að opnað hefði verið fyrir innritun í tónlistarskóla borgarinnar og viljum við því árétta að þeir nemendur sem eru skráðir í skólann og hyggjast halda námi áfram þurfa ekki að sækja um aftur, eingöngu þarf að greiða staðfestingargjald til að tryggja sér áframhaldandi pláss en greiðsluseðlar verða sendir út í byrjun júní.
Það má hins vegar láta okkur vita ef nemandi hyggst taka sér hlé frá námi og skipta um hljóðfæri eða annað slíkt sem gæti gagnast okkur við skipulag haustannar.
Nú styttist í vortónleika og því er um að gera að halda vel áfram með verkefnin svo tónleika upplifun verði sem jákvæðust.
Að lokum viljum við óska ykkur gleðilegra páska.
Nú höfum við opnað fyrir skráningu á næstu námskeið sem hefjast 21. og 22. mars. Kenndir verða 3 tímar fyrir páska og 3 eftir. Við höfum nú einnig opnað fyrir skráningu í fullorðinshóp 18+
Kæru foreldrar og forráðamenn
Við erum eins og síðustu ár með vetrarfrí sömu daga og í grunnskólum borgarinnar eða fimmtudag til sunnudags, 17.-20.febrúar. Kennsla hefst aftur á mánudegi samkvæmt stundaskrá.
Eftir vetrarfrí verðum við með tónfundi en nemendur fá nánari upplýsingar frá sínum kennara.
Kennsla hefst aftur kl. 13:00 í dag, mánudag 7. janúar. Óbreytt stundaskrá.
Mánudaginn 7. febrúar fellur öll kennsla niður í Tónskóla Hörpunnar fram að hádegi vegna vondrar veðurspár.
Ágætu nemendur og forráðamenn.
Gleðilegt ár og takk fyrir samstarfið á árinu 2021.
Kennsla hefst að nýju á morgun, þriðjudag 4. janúar samkvæmt stundaskrá haustannarinnar.
Í dag, mánudag 3. janúar er starfsdagur kennara og undirbúningur vorannar.
Nýir nemendur koma til náms á vorönninni og verður haft samband við þá, ef kennararnir eru ekki þegar búnir að heyra í þeim.
Innritun nýrra nemenda á vorönn er hafin. Nemendur haustannar þurfa ekki að sækja um aftur.
Um máðarmótin nóv.-des. þarf að greiða staðfestingargjald vorannar kr. 11.900 og verða gefnir út greiðsluseðlar sem hægt er að greiða í heimabankanum.
Enn er óljóst með hvaða sniði jólatónleikarnir verða vegna Covid 19. Nánar um það í desember.
You must be logged in to post a comment.