fbpx
Greiðsla námsgjalda

Greiðsla námsgjalda

Fyrirkomulagið á greiðslu námsgjalda haustannar 2025 er þannig að við innritun er greitt staðfestingargjald sem er 18.000 krónur. Þá er eftirstöðvum skipt í þrennt og greitt í byrjun september, október og nóvember.

Við erum ennþá svolítið gamaldags og innheimtum námsgjöld með greiðsluseðlum. Fyrir kemur að greiðsluseðillinn er lengi á leiðinni, en upphæð septembergreiðslunnar birtist í heimabankanum og er gjaldagi hennar að þessu sinni 2. september og eindagi þann 5. Athugið að útgefandi greiðsluseðilsins er Tónlistarfélagið Strengir, en það félag er rekstraraðili Tónskóla Hörpunnar.

Upphaf haustannar

Upphaf haustannar

Í þessari viku vinna kennarar að skipulagningu stundaskrár haustannar. Allir sem eru skráðir í nám hjá okkur eiga vona á skilaboðum eða símhringingu frá sínum kennara.

Kennsla hefst svo á öllum kennslustöðum mánudaginn 1.september.

Við eigum enn möguleika á að bæta við nemendum, endilega hafið samband sem fyrst til að skoða hvaða möguleikar eru til staðar. Sérstaklega langar okkur að fjölga nemendum í rafgítar- og rafbassanámi.

Vortónleikar 19. og 20.maí

Vortónleikar 19. og 20.maí

Vortónleikar Tónskóla Hörpunnnar fara fram dagana 19. og 20. maí næstkomandi. Allir nemendur hafa fengið úthlutað tónleikatíma frá sínum kennara. Tónleikarnir eru að vanda haldnir í Borgum, Spönginni 43 sem er næsta hús við tónskólann.

Við biðjum alla að mæta tímanlega og æskilegt er að nemendur mæti í tónleikaklæðnaði. Eftir tónleika fá nemendur vetrarumsögn afhenda hjá sínum kennara svo nauðsinlegt er að sitja tónleika til enda.

Páskafrí, innritun nemenda

Páskafrí, innritun nemenda

Nú er opið fyrir umsóknir nýrra nemenda.

Til að sækja um nám í Tónskóla Hörpunnar þarf að fylla út umsókn á heimasíðunni okkar. Öllum umsóknum er svarað.

Nemendur sem þegar stunda nám við skólann þurfa ekki að sækja um sérstaklega fyrir næstu önn. Við biðjum ykkur hinsvegar um að láta okkur vita ef einhverjar breytingar verða, t.d. ef nemandi vill skipta um hljóðfæri, taka sér pásu eða þarf að breyta um kennslustað. Þetta má gera með því að senda okkur tölvupóst á harpan@harpan.is

Nú eru páskar á næsta leiti og er páskafrí okkar eins og grunnskólanna, frá 14.-21.apríl. Kennsla hefst aftur þriðjudaginn 22.apríl samkvæmt stundaskrá.

Vetrarfrí og tónfundir

Vetrarfrí og tónfundir

Nú gengur í garð vetrarfrí en við erum í vetrarfríi samhliða grunnskólum Reykjavíkurborgar 24. og 25. febrúar. Engin kennsla fer fram þessa daga. Nú er ekki vetrarveður út svo þá er upplagt að nota fríið m.a. í heimaæfingar. Það styttist í tónfundi hjá okkur en þeir eru á dagskrá 10.- 20.mars. Nánari upplýsingar koma frá ykkar kennara.

Opið hús í Tónskóla Hörpunnar

Opið hús í Tónskóla Hörpunnar

Dagur tónlistarskólanna veður haldinn hátíðlegur með opnu húsi í Tónskóla Hörpunnar Spönginni 39, laugardaginn 8. febrúar n.k. kl. 13:00 – 15:00.

Nemendur munu flytja tónlistaratriði og hægt verður að prófa allskonar hljóðfæri og spjalla við starfsfólk skólans. Boðið verður upp á kaffiveitingar og eru allir velkomnir, bæði þeir sem stunda nám við skólann og þeir sem vilja kynna sér starfsemina.

Frístundakortið

Frístundakortið

Þeir sem vilja nota Frístundakortið til að greiða niður námsgjöld fara inn á kortið á tenglinum: https://www.abler.io/shop/frirvk/harpan/

Þeir sem vilja ráðstafa öllum styrknum 75.000 krónur geta gert það án aðkomu skólans.

Ef menn vilja ráðstafa hluta styrksins þá þarf skólinn að fá að vita um upphæðina og stofna reikning á Frístundakortinu með þeirri upphæð sem forráðamenn greiða svo með frístundastyrknum.

Vorönn 2025

Vorönn 2025

Kennarar og stjórnendur Tónskóla Hörpunnar óska nemendum og forráðamönnum þeirra gleðilegra jóla með þökk fyrir samskiptin á árinu sem er að líða.

Innritun nýrra nemenda stendur yfir.

Í heimabankann berast nú greiðsluseðlar vegna námsgjalda. Að þessu sinni svokölluð janúargreiðsla. Eins og áður er útgefandi greiðsluseðlanna Tónlistarfélagið Strengir

Haustfrí og jólatónleikar

Haustfrí og jólatónleikar

Nú eru tónfundum haustannar lokið og við siglum inn í nýtt tímabil þar sem við undirbúum m.a. Jólatónleika. 

Jólatónleikar í ár fara fram dagana 5. og 6.desember, þið megið endilega merkja það hjá ykkur þó ekki sé búið að raða niður á tónleika en það verður gert í lok nóvember.

Vetrarfrí hjá okkur er samhliða haustfríi grunnskólanna í Reykjavík svo það er engin kennsla dagan 24. 25. og 28.október. 

Njótið samveru í haustfríinu og krakkarni hitta svo sína kennara spræk í næstu viku.

Tónfundir

Tónfundir

Nú er komið að tónfundum hjá okkur í Tónskóla Hörpunnar. Þið sem ekki þekkið tónfundi eru það óformlegir tónleikar þar sem við hittumst í litlum hópum og spilum eitt lag fyrir hvort annað. Salurinn okkar er smár og því bjóðum við öllum nemendum að hafa einn með til að hlusta.  Þetta tekur stutta stund og við reynum eftir fremsta megni að hafa þetta afslappað.

Upplýsingar um tímasetningar fáið þið frá ykkar kennara en skipulag er svona:

Svanhvít. 10.okt,
Leifur 17.okt,
Fannar, 17.okt,
Sólrún 16.okt,
Oliver 16.okt,
Ingrid 21.okt
Jón 22.okt.