Greiðsla námsgjalda
Fyrirkomulagið á greiðslu námsgjalda haustannar 2025 er þannig að við innritun er greitt staðfestingargjald sem er 18.000 krónur. Þá er eftirstöðvum skipt í þrennt og greitt í byrjun september, október og nóvember.
Við erum ennþá svolítið gamaldags og innheimtum námsgjöld með greiðsluseðlum. Fyrir kemur að greiðsluseðillinn er lengi á leiðinni, en upphæð septembergreiðslunnar birtist í heimabankanum og er gjaldagi hennar að þessu sinni 2. september og eindagi þann 5. Athugið að útgefandi greiðsluseðilsins er Tónlistarfélagið Strengir, en það félag er rekstraraðili Tónskóla Hörpunnar.
You must be logged in to post a comment.