Vetrarfríið
Nú fer vetrarfíinu að ljúka. Kennsla hefst aftur á þriðjudaginn 29. október, á sama tíma og grunnskólarnir.
Nú fer vetrarfíinu að ljúka. Kennsla hefst aftur á þriðjudaginn 29. október, á sama tíma og grunnskólarnir.
Nú líður að því að haustönnin hefjist. Grunnskólinn byrjar í þessari viku og tónskólinn fimmtudaginn 29. ágúst.
Kennarar skólans munu hafa samband við nemendur í næstu viku.
Skilti skólans á Spönginni hefur verið tekið niður til lagfæringar. Skólinn er enn á sínum stað.
Í byrjun júli skal greiða staðfestingargjald næstu annar. Staðfestingargjald haustannar 2019 er kr. 11.900. Sendir hafa verið út greiðsluseðlar með staðfestingargjaldinu og birtist það einnig í heimabanka greiðenda.
Nú er reglulegri kennslu lokið og vill skólinn þakka nemendum fyrir samstarfið í vetur, tónfundina, tónleikana, afmælistónleikana, opna húsið, heimsókninrnar í kirkjuna og til eldriborgara.
Minnum á að innritun nýrra nemenda er opin á vef borgarinnar, Rafrænni Reykjavík.
Óskum öllum gleðilegs sumars.

Vortónleikar Tónskóla Hörpunnar verða haldnir dagana 20. og 21. maí í kirkjuselinu í Borgum.

Nú er páskafrí í Tónskóla Hörpunnar. Páskafríið er það sama og í grunnskólunum.
Kennsla hefst aftur þriðjudaginn 23. apríl.

Afmælistónleikar Tónskóla Hörpunnar voru haldnir 5. apríl í Grafarvogskirkju í tilefni af 20 ára afmæli skólans. Nemendur og kennarar léku og á eftir voru kaffiveitingar í kirkjunni.
Þátttakendum eru færðar þakkir og öllum sem voru á tónleikunum.
Á myndinni eru nemendurnir og kennararnir sem fram komu.

Um þessar mundir er Tónskóli Hörpunnar 20 ára. Í tilefni af tímamótunum verða afmælistónleikar haldnir í Grafarvogskirkju þann 5. apríl kl. 19:30.
Gaman væri að sjá fyrrum nemendur skólans og kennara á tónleikunum.
Kaffiveitingar eftir tónleika.
Allir velkomnir og aðgangseyrir enginn.

Tónskóli Hörpunnar fylgir grunnskólum Reykjavíkur í vetrarfríum og þess vegna er enginn kennsla mánudag og þriðjudag, 25. og 26. febrúar.

You must be logged in to post a comment.