fbpx

Browsed by
Author: leifurgunnarsson@gmail.com

Dagur tónlistarskólanna

Dagur tónlistarskólanna

Dagur tónlistarskólanna er haldinn um þessar mundir í tónlistarskólum landsins. Laugardaginn, 2. mars ætlar Tónskóli Hörpunnar að hafa opið hús að Bæjarflöt 17, á milli kl. 13:00 og 16:00 og eru allir velkomnir. Á dagskrá er m.a. kennsla fyrir opnun tjöldum, kynning á þverflautufjölskyldunni, myndasýning frá starfi skólans og fleira. Nánar um dagskrána hér og einnig í dreifibréfi tónlistarskólanna hér. Foreldrar og nemendur eru hvattir til að koma og þyggja veitingar og spjalla.

Kennsla byrjar

Kennsla byrjar

Fimmtudagur og föstudagur 3. og 4. janúar 2013 eru starfsdagar og undirbúningur vorannar. Fyrsti kennsludagur eftir áramótin er mánudagurinn 7. janúar. Fyrstu vikuna er óbreytt stundaskrá, en síðar getur þurft að breyta einhverri tímasetningu.

Söngnám fyrir börn og unglinga

Söngnám fyrir börn og unglinga

Eftir áramótin mun skólinn bjóða upp á söngnám fyrir börn og unglinga. Kennari verður Edda Austmann. Kennd verður almenn söngtækni og einnig míkrafónsöngur. Sótt er um á vef borgarinnar RafrænReykjavík. Nemendur verða í samkennslu þar sem tveir eru saman í tíma. Kennslan fer fram í Hörpunni að Bæjarflöt 17.

Nýir nemendur

Nýir nemendur

Nýir nemendur eru teknir inn um áramót. Sótt er um á vef borgarinnar, RafrænReykjavík.
Gert er ráð fyrir að nemendur haustannar haldi áfram námi eftir áramót. Þeir sem hyggja á breytingar láti vita, – best væri að fá tölvupóst því til staðfestingar.
Námsgjöld vorannar verða þau sömu og á síðustu vorönn.