Dagur tónlitarskólanna – opið hús
Í tilefni Dags tónlistarskólanna verðum við með opið hús laugardaginn 13. febrúar milli kl. 13 og 16. Nemendur leika, kennsla fyrir opnum dyrum, hljóðfærakynning, myndasýning, kaffiveitingar.
Allir velkomnir.
Í tilefni Dags tónlistarskólanna verðum við með opið hús laugardaginn 13. febrúar milli kl. 13 og 16. Nemendur leika, kennsla fyrir opnum dyrum, hljóðfærakynning, myndasýning, kaffiveitingar.
Allir velkomnir.
Minnum á að nöfn nemenda hafa verið færð á Frístundakortið og nú er hægt að ráðstafa af því til niðurgreiðslu á námsgjöldum.
Nú er veðrið smám saman að ganga niður. Við höldum okkar stirki og verðum með nemendatónleikana í dag, þriðjudag 8.des. kl. 18:00 og 19:30 í kirkjuselinu í Borgum, Spönginni
Jólatónleikar Tónskóla Hörpunnar verða haldnir dagana 8. og 9. desember í kirkjuselinu í Borgum, Spönginni kl. 18:00 og 19:30 báða dagana.
Nú hafa nöfn nemenda verið færð á Frístundakortið og hægt að ráðstafa til niðurgreiðsu á námsgjöldum. Ráðstöfunin kemur til lækkunar á greiðslunum í október og nóvember.
Dagana 23. – 27. október er vetrarfrí í Tónskóla Hörpunnar. Kennsla hefst aftur miðvikudag 28. okt.
Í 2. viku september byrjar tónfræðin og verður á eftirfarandi tímum:
Tónfræði 1, fyrir byrjendur verður á þriðjudögum kl. 17:00
Tónfræði 2, fyrir þá sem hafa lokið tónfræði 1, verður á miðvikudögum kl. 16:30
Tónfræði 3, fyrir þá sem hafa lokið tónfræði 2, verður á miðvikudögum kl. 17:30
Frekari upplýsingar og skráning er hjá Heiðbjörtu í síma 822-0396 eða htibra (hjá) gmail.com
Námsgögn í tónfræði 1 eru „Tónfræði I“, bók og verkefnahefti eftir Aagat V. Óskarsdóttur og Guðrúnu S. Birgisdóttur sem fæst í Bókabúð Grafarvogs og í Tónastöðinni.
Nú fer fram skráning og undirbuningur vetrarstarfs. Kennarar verða í sambandi við nemendur í þessari viku og í síðasta lagi um næstu helgi. Fyrsti kennsludagur er 31. ágúst.
Getum bætt við nokkrum nemendum. Skráning á RafrænReykjavík.
Þau Ingrid Örk Kjartansdóttir og Leifur Gunnarsson, kennarar í Tónskóla Hörpunnar voru í sviðsljósinu á upphafstónleikum Jazzhátíðar Reykjavíkur 2015. Þar fluttu þau djassskotin sönglög Leifs með frábærum tónlistarmönnum, þeim Agnari Má Magnússyni, Matthíasi Hemstock, Hauki Gröndal og Snorra Sigurðssyni.
Tónleikarnir voru jafnframt útgáfutönleikar á hljómdiski sem ber heitið Húsið sefur.
Myndin sem hér fylgir er út fréttatíma RÚV þann sama dag
Innritun nýrra nemenda á haustönn 2015 er hafin. Sótt er um skólavist á vef borgarinnar; RafrænReykjavík.
Vortónleikar Tónskóla Hörpunnar verða dagana 11. og 12. maí. Að þessu sinni verða þeir haldnir í Borgum í Spönginni sem er þjónustumiðstöð fyrir Eirborgir. Borgir er gegnt nýja borgarbókasafninu.
Nánari upplýsingar um tónleikana munu kennarar veita nemendum í vikunni.
You must be logged in to post a comment.