Vetrarfrí
Fimmturdaginn 20. febrúar og föstudaginn 21. febrúar er vetrarfrí í Tónskóla Hörpunnar.
Fimmturdaginn 20. febrúar og föstudaginn 21. febrúar er vetrarfrí í Tónskóla Hörpunnar.
Frístundakortið verður fært um miðjan mánuðinn og þá þurfa forráðamenn nemenda að ráðstafa til niðurgreiðslu á námsgjöldum í skólanum ef ætlunin er að nota fjármuni kortsins til þess. Sú ráðstöfun kemur þá til lækkunar á eftirstöðvum námsgjalda.
Fyrsti kennsludagur eftir áramótin er 6. janúar. Fyrst í stað verður óbreytt stundaskrá frá því fyrir jól.
Byrjendanámskeið í gítarleik fyrir fullorðna hefst mánudaginn 20. janúar kl. 20:00, að Bæjarflöt 17 Grafarvogi.
Nýir nemendur eru teknir inn um áramót. Sótt er um á vef borgarinnar, RafrænReykjavík.
Gert er ráð fyrir að nemendur haustannar haldi áfram námi eftir áramót. Þeir sem hyggja á breytingar láti vita, – best væri að fá tölvupóst því til staðfestingar.
Jólatónleikarnir 2013 í Grafarvogskirkju:
Mánudagur 9. des. kl. 17:00 nemendur, Hrafnhildar og Stefáns
Mánudagur 9. des. kl. 18:15 nemendur, Hrafnhildar og Stefáns
Miðvikud. 11. des. kl. 17:00 nemendur, Svanhvítar, Heiðbjartar og Kjartans
Föstudagur 13. des. kl. 17:00 nemendur, Eddu, Svanhvítar og Kjartans
Mánudagur 16. des. kl. 17:00 nemendur, Þórunnar, Heiðbjarta og Kjartans
Mánudagur 16. des. kl. 18:15 nemendur, Þórunnar og Veru
Mánudagur 16. des. kl. 19:30 Bland í poka – nemendur frá öllum kennurum
Athugið að í einhverjum tilfellum þegar um systkini er að ræða er brugðið út af upptalningunni hér fyrir ofan. Nánari upplýsingar hjá kennurum
Nemendur á haustönn hafa nú verið færðir á Frístundakortið. Ef ráðstafað er til greiðslu á námsgjöldum kemur það til lækkunar á eftirstöðvunum.
30. september hefst gítarnámskeið fyrir fullorðna. Námskeiðið er fyrir byrjendur, er 6 tímar á 6 vikum. Nánari upplýsingar í síma 822 0398.
Um síðustu áramót hóf skólinn að bjóða upp á söngnám fyrir börn og unglinga. Kennari er Edda Austmann. Kennd er almenn söngtækni og einnig míkrafónsöngur. Nemendur eru í samkennslu þar sem tveir eru saman í tíma. Kennslan fer fram í Hörpunni að Bæjarflöt 17.
Fyrsti reglulegi kennsludagurinn er 2. september. Kennarar vinna nú að skipulagi annarinnar og verða búnir að hafa samband við alla nemendur 1. sept.
You must be logged in to post a comment.