Vortónleikar 2016
Vortónleikar Tónskóla Hörpunnar 2016 verða haldnir þriðjudag og miðvikudag, 17. og 18. maí í félagsmiðstöðinni og kirkjuselinu Borgum í Spönginni.
Vortónleikar Tónskóla Hörpunnar 2016 verða haldnir þriðjudag og miðvikudag, 17. og 18. maí í félagsmiðstöðinni og kirkjuselinu Borgum í Spönginni.
Í tilefni af Barnamenningarhátíð verður Tónskóli Hörpunnar með tónleika í Borgarbókasafninu – Menningarhúsi í Spönginni miðvikudaginn 20. apríl kl. 16:00. Þar leika nemendur á ýmis hljóðfæri. Allir velkomnir.
Páskafrí hófst í dag mánudag 21. mars í Tónskóla Hörpunnar eins og í grunnskólunum. Þriðjudaginn 29. mars er starfsdagur hjá okkur og regluleg kennsla hefst því aftur miðvikudaginn 30. mars með óbreyttri stundaskrá.
Í tilefni Dags tónlistarskólanna verðum við með opið hús laugardaginn 13. febrúar milli kl. 13 og 16. Nemendur leika, kennsla fyrir opnum dyrum, hljóðfærakynning, myndasýning, kaffiveitingar.
Allir velkomnir.
Minnum á að nöfn nemenda hafa verið færð á Frístundakortið og nú er hægt að ráðstafa af því til niðurgreiðslu á námsgjöldum.
Nú er veðrið smám saman að ganga niður. Við höldum okkar stirki og verðum með nemendatónleikana í dag, þriðjudag 8.des. kl. 18:00 og 19:30 í kirkjuselinu í Borgum, Spönginni
Jólatónleikar Tónskóla Hörpunnar verða haldnir dagana 8. og 9. desember í kirkjuselinu í Borgum, Spönginni kl. 18:00 og 19:30 báða dagana.
Nú hafa nöfn nemenda verið færð á Frístundakortið og hægt að ráðstafa til niðurgreiðsu á námsgjöldum. Ráðstöfunin kemur til lækkunar á greiðslunum í október og nóvember.
Dagana 23. – 27. október er vetrarfrí í Tónskóla Hörpunnar. Kennsla hefst aftur miðvikudag 28. okt.
Í 2. viku september byrjar tónfræðin og verður á eftirfarandi tímum:
Tónfræði 1, fyrir byrjendur verður á þriðjudögum kl. 17:00
Tónfræði 2, fyrir þá sem hafa lokið tónfræði 1, verður á miðvikudögum kl. 16:30
Tónfræði 3, fyrir þá sem hafa lokið tónfræði 2, verður á miðvikudögum kl. 17:30
Frekari upplýsingar og skráning er hjá Heiðbjörtu í síma 822-0396 eða htibra (hjá) gmail.com
Námsgögn í tónfræði 1 eru „Tónfræði I“, bók og verkefnahefti eftir Aagat V. Óskarsdóttur og Guðrúnu S. Birgisdóttur sem fæst í Bókabúð Grafarvogs og í Tónastöðinni.
Nú fer fram skráning og undirbuningur vetrarstarfs. Kennarar verða í sambandi við nemendur í þessari viku og í síðasta lagi um næstu helgi. Fyrsti kennsludagur er 31. ágúst.
Getum bætt við nokkrum nemendum. Skráning á RafrænReykjavík.
You must be logged in to post a comment.