fbpx

Browsed by
Author: Kjartan

Frístundakortið

Frístundakortið

Nú er hægt að ráðstafa af Frístundakortinu til niðurgreiðslu á eftirstöðvum námsgjalda.

Farið er inn á fristund.is og þar er hægt að velja að skoða stöðu frístundakortsins og skrá sig inn með rafrænum skilríkjum og finna skólann og haustönn 2021.

Kennsla hefst 30. ágúst

Kennsla hefst 30. ágúst

Kennsla á haustönn 2021 hefst í vikunni 30. ágúst til 3. september.

Skipulagið er alveg að smella saman.

Kennarar skólans munu hafa samband við alla nemendur nú um helgina.

Nýir kennarar koma til liðs við okkur, en þeir eru Jón Ingimundarson, Kristófer Hlífar Gíslason og Sólrún Svava Kjartansdóttir.

Kjartan Eggertsson sem stofnaði skólann ásamt eiginkonu sinni Svanhvíti Sigurðardóttur árið 1999 dregur sig að mestu í hlé frá kennslu. Hann hefur verið hljóðfærakennari í 50 ár.

NÓTAN (nú Netnótan) 2021

NÓTAN (nú Netnótan) 2021

Næsta sunnudagskvöld 20. júní munu tónlistarnemar úr Tónskóla Hörpunnar, Tónlistarskólanum í Grafarvogi og Tónstofu Valgerðar ásamt fleiri skólum láta ljós sitt skína í Netnótunni á sjónvarpsstöðinni N4. 
Netnótan er samstarfsverkefni margra tónlistarskóla. Alls eru um 90 tónlistarskólar starfandi á landinu með 15 þúsund nemendur. 

Vortónleikarnir 2021

Vortónleikarnir 2021

Vortónleikar Tónskóla Hörpunnar verða haldnir fimmtudag og föstudag 20. og 21. maí.

Vegna stöðugrar og langvarandi óvissu um takmarkanir á samkomuhaldi verða tónleikarnir streymistónleikar eins og jólatónleikarnir voru.

Tækifæri felast í því að hafa streymistónleika þar sem ættingjar og vinir geta hlýtt á hljóðfæraleikinn hvar sem þeir eru staddir á jarðarkringlunni. Forráðamenn fá sendan „link“ á tónleikana sem þeir mega deila með sínum nánustu.

Þriðjudagur 6. apríl 2021

Þriðjudagur 6. apríl 2021

Vegna aðlögunar skólanna að nýjum Covid reglum fellur hljóðfærakennsla niður í grunnskólanum á morgun 6. apríl. Kennsla í Spönginni verður með eðlilegum hætti eftir hádegi.

Tónfræði I fellur niður á morgun 6. apríl.

KENNSLA FELLUR NIÐUR Á MORGUN, 25. MARS

KENNSLA FELLUR NIÐUR Á MORGUN, 25. MARS

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum í dag fellur öll kennsla niður á morgun á nánast öllum skólastigum þar með talið tónlistarskólum.

Hvernig kennslu verður háttað eftir páskaleyfi er ekkert hægt að segja til um núna, það mun tíminn einn leiða í ljós.  Kennsla mun byrja að nýju þriðjudaginn 6. apríl og munu kennararnir verða tilbúnir í fjarkennslu ef það verður raunin.  Vonum samt að svo verði ekki og óskum við þess að þið getið öll notið páskaleyfisins þrátt fyrir þetta bakslag í faraldrinum.