fbpx

Browsed by
Author: leifurgunnarsson@gmail.com

Opið hús

Opið hús

Laugardaginn 25. apríl var Opið hús í Tónskóla Hörunnar. Margir nemendur, foreldra og gestir litu við og þökkum við þeim öllum fyrir komuna. Nokkrir nemendur „tóku lagið“ og á þessari mynd leikur Ásta Steindórsdóttir ásamt kennara sínum Ingridi Örk Kjartansdóttur á flygilinn

Opið hús í Tónskóla Hörpunnar

Opið hús í Tónskóla Hörpunnar

Laugardaginn 25. apríl verður opið hús í Tónskóla Hörpunnar, milli kl. 14:00 og 16:00.
Nemendur leika, kennsla fyrir opnum dyrum, hljóðfærakynning, myndasýning, kaffiveitingar.
Upplagt fyrir nemendur og foreldra að koma og skoða ný húsakynni skólans í Sönginni 39 (fyrir ofan Apotekið).

Skólinn flytur

Skólinn flytur

Um nokkurt skeið hefur Reykjavíkurborg falast eftir húsnæði skólans að Bæjarflöt 17 undir aukna starfsemi í dagvistun fatlaðra. Því flytur Tónskóli Hörpunnar nú höfuðstöðvar sínar upp í Spöng. Nýja húsnæðið er við hliðina á borgarbókasafninu og fyrir ofan apótekið. Öll kennsla er nú þangað flutt. Við Spöngina stoppa 4 strætisvagnar, svo auðvelt á að vera fyrir alla að sækja tíma á nýa staðinn.

Ekkert þokaðist

Ekkert þokaðist

Kæru foreldrar og nemendur.

Ekkert þokaðist í samkomulagsátt í dag hjá samninganefndum FT og sveitarfélaga.
Nú hefur verkfallið staðið í 2 vikur. Strax og kennsla hefst að nýju verður ákveðið með hvaða hætti nemendum verður bætt kennslutap vegna verkfallsins.

Svanhvít Sigurðardóttir
skólastjóri Tónskóla Hörpunnar.