Gítarnámskeið fyrir fullorðna
30. september hefst gítarnámskeið fyrir fullorðna. Námskeiðið er fyrir byrjendur, er 6 tímar á 6 vikum. Nánari upplýsingar í síma 822 0398.
30. september hefst gítarnámskeið fyrir fullorðna. Námskeiðið er fyrir byrjendur, er 6 tímar á 6 vikum. Nánari upplýsingar í síma 822 0398.
Um síðustu áramót hóf skólinn að bjóða upp á söngnám fyrir börn og unglinga. Kennari er Edda Austmann. Kennd er almenn söngtækni og einnig míkrafónsöngur. Nemendur eru í samkennslu þar sem tveir eru saman í tíma. Kennslan fer fram í Hörpunni að Bæjarflöt 17.
Fyrsti reglulegi kennsludagurinn er 2. september. Kennarar vinna nú að skipulagi annarinnar og verða búnir að hafa samband við alla nemendur 1. sept.
Innritun stendur yfir. Sótt er um á vef Reykjavíkurborgar, Rafræn Reykjavík.
Skólinn auglýsir eftir píanókennara til starfa. Nánari upplýsingar hjá skólastjóra í síma 822 0397 eða aðstoðarskólastjóra í síma 822 0398.
Vortónleikar Tónskóla Hörpunnar verða haldnir í Grafarvogskirkju dagana 13., 14. og 16. maí.
Fyrsti kennsludagur eftir páska er miðvikudagur, 3. apríl. Kennsla verður samkvæmt stundaskrá.
Dagur tónlistarskólanna er haldinn um þessar mundir í tónlistarskólum landsins. Laugardaginn, 2. mars ætlar Tónskóli Hörpunnar að hafa opið hús að Bæjarflöt 17, á milli kl. 13:00 og 16:00 og eru allir velkomnir. Á dagskrá er m.a. kennsla fyrir opnun tjöldum, kynning á þverflautufjölskyldunni, myndasýning frá starfi skólans og fleira. Nánar um dagskrána hér og einnig í dreifibréfi tónlistarskólanna hér. Foreldrar og nemendur eru hvattir til að koma og þyggja veitingar og spjalla.
Framhaldsnámskeið í gítarleik fyrir fullorðna hefst mánudaginn 18. mars kl. 20:00, að Bæjarflöt 17 Grafarvogi. Námskeiðið er fyrir þá sem áður hafa verið á byrjendanámskeiði I.
Námskeið í gítarleik fyrir fullorðna hefst mánudaginn 21. janúar kl. 20:00, að Bæjarflöt 17 Grafarvogi.
You must be logged in to post a comment.