Innritun á haustönn 2018
Hafin er innritun nýrra nemenda á haustönn 2018. Sótt er um á RafrænReykjavík: https://rafraen.reykjavik.is
Hafin er innritun nýrra nemenda á haustönn 2018. Sótt er um á RafrænReykjavík: https://rafraen.reykjavik.is
Vortónleikarnir verða haldnir mánudaginn 14. maí og miðvikudaginn 16. maí. Tvennir tónleikar báða dagana kl. 17:00 og 18:30. Tónleikarnir eru öllum opnir og allir velkomnir.
Eftir er að raða nemendum á tónleikana en kemur í ljós í næstu viku.
Fyrsti maí er lögbundinn frídagur og því er enginn kennsla í skólum landsins þennan dag. Sem sagt; frí þriðjudaginn 1. maí.
Foreldrar, tónlistarnemar, tónlistarkennarar og aðrir velunnarar tónlistarkennslu í Reykjavíkurborg vinsamlegast athugið:
Opinn fundur verður haldinn í Austurbæjarbíó miðvikudaginn 2. maí kl. 20.00 um framtíð tónlistarkennslu í Reykjavíkurborg.
Á fundinn eru boðaðir oddvitar framboðanna til sveitarstjórnarkosninganna í vor. Oddvitar stærstu framboðanna, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Eyþór Arnalds borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins munu taka til máls.
Það er ljóst þeim sem fylgst hafa með málefnum tónlistarskóla undanfarin misseri að víða hefur vandi steðjað að. Enn eru tónlistarskólar að súpa seyðið af hruninu 2008. Það er mikilvægt að allir sem láta sér annt um tónlistarkennslu í höfuðborginni Reykjavík mæti á fundinn og láti skoðun sína í ljós.
Blómlegt tónlistarlíf á Íslandi á rætur sínar að rekja til öflugrar tónlistarmenntunar. Viljum við sjá öflugt tónlistarlíf áfram á Íslandi? Ef svo er, mætum á fundinn og látum í okkur heyra!
Nokkrir nemendur Tónskóla Hörpunnar léku á Sumardaginn 1. á afmælishátið eldriborgara, Korpúlfa sem haldin var í Gullhömrum. Ísar Örn, Jökull Hólm og Þengill léku á trommur, saxafón og rafgítar ásamt Kjartani aðstoðarskólastjóra sem lék með þeim á rafbassa. Þrír píanónemendur léku á flygill í salnum, þau Klara Ólöf, Sandra Irena og Halldór Ásgeir.
Opnað hefur verið fyrir innritun nýrra nemenda á haustönn 2018 á Rafrænni Reykjavík.
Í þessari viku eru Kjartan, Svanhvít, Hjalti, Benjamín, Ingrid og Þorkell með tónfundi, en Hrafnhildur verður með tónfund 10. apríl. Páskafríið fylgir dögum grunnskólans. Kennsla eftir páska hefst aftur á þriðjudegi.
Dagur tónlistarskólanna verður haldinn hátíðlegur laugardaginn 10. febrúar. Í því tilefni verður Tónskóli Hörpunnar með opið hús í Spönginni frá kl. 14:00 til 16:00.
Kaffiveitingar og spjall. Nokkrir nemendur koma og leika verkefnin sem þeir eru að æfa. Hljóðfærakynning.
Allir velkomnir.
Nú eru tónfundir framundan. Þeir eru á víð og dreif næstu þrjár vikurnar. Nemendur og forráðamenn munu fá tölvupóst frá kennurum um stað og stund.
Nú hafa nöfn allra nemenda skólans verið færð á Frístundakortið.
Hægt er að ráðstafa af kortinu til greiðslu námsgjalda.
Gott væri að þeir sem hefðu hug á að nota Frístundakortið til niðurgreiðslu námskostnaðar gerðu það sem fyrst, svo framlag kortsins komi strax til lækkunar á eftirstöðvum gjalds.
You must be logged in to post a comment.