Vetrarfrí
Kæru foreldrar og forráðamenn. Við erum eins og síðustu ár með vetrarfrí sömu daga og í grunnskólum borgarinnar eða fimmtudag til sunnudags, 24.-25. febrúar. Kennsla hefst aftur á mánudegi samkvæmt stundaskrá.
Kæru foreldrar og forráðamenn. Við erum eins og síðustu ár með vetrarfrí sömu daga og í grunnskólum borgarinnar eða fimmtudag til sunnudags, 24.-25. febrúar. Kennsla hefst aftur á mánudegi samkvæmt stundaskrá.
Dagur tónlistarskólanna verður haldinn hátíðlegur með opnu húsi í Tónskóla Hörpunnar Spönginni 39, laugardaginn 11. febrúar n.k. kl. 13:00 – 15:00.
Nemendur munu flytja tónlistaratriði og hægt verður að prófa allskonar hljóðfæri og spjalla við starfsfólk skólans. Boðið verður upp á kaffiveitingar og eru allir velkomnir, bæði þeir sem stunda nám við skólann og þeir sem vilja kynna sér starfsemina.
Gleðilegt nýtt ár kæru nemendur, foreldrar og forráðamenn. Kennsla á vorönn hefst á morgun, miðvikudaginn 4.janúar. Eins og venjan er í Tónskóla Hörpunnar höfum við opið fyrir skráningu á vorönn sérstaklega, en nemendur haustannar þurfa ekki að sækja um aftur heldur gerum við ráð fyrir þeim áfram að því gefnu að gengið hafi verið frá greiðslu staðfestingargjalda vorannar.
Kennt verður eftir tímaskipulagi haustannar fyrstu vikuna, ef gera þarf breytingar verður kennari í samskiputum við ykkur.
Við höfum samband við nýja nemendur á næstu dögum.
Kæru foreldra og forráðamenn
Í dag kláruðust tónfundir haustannar. Á föstudag förum við svo í haustfrí samhliða grunnskólanum og komum endurnærð aftur til kennslu miðvikudaginn 26.okt.
Tónskólinn er nú farinn í páskafrí og hefst kennsla aftur þriðjudaginn 19.apríl líkt og í flestum grunnskólum borgarinnar.
Reykjavíkurborg auglýsti nú á dögunum að opnað hefði verið fyrir innritun í tónlistarskóla borgarinnar og viljum við því árétta að þeir nemendur sem eru skráðir í skólann og hyggjast halda námi áfram þurfa ekki að sækja um aftur, eingöngu þarf að greiða staðfestingargjald til að tryggja sér áframhaldandi pláss en greiðsluseðlar verða sendir út í byrjun júní.
Það má hins vegar láta okkur vita ef nemandi hyggst taka sér hlé frá námi og skipta um hljóðfæri eða annað slíkt sem gæti gagnast okkur við skipulag haustannar.
Nú styttist í vortónleika og því er um að gera að halda vel áfram með verkefnin svo tónleika upplifun verði sem jákvæðust.
Að lokum viljum við óska ykkur gleðilegra páska.
Nú höfum við opnað fyrir skráningu á næstu námskeið sem hefjast 21. og 22. mars. Kenndir verða 3 tímar fyrir páska og 3 eftir. Við höfum nú einnig opnað fyrir skráningu í fullorðinshóp 18+
Kæru foreldrar og forráðamenn
Við erum eins og síðustu ár með vetrarfrí sömu daga og í grunnskólum borgarinnar eða fimmtudag til sunnudags, 17.-20.febrúar. Kennsla hefst aftur á mánudegi samkvæmt stundaskrá.
Eftir vetrarfrí verðum við með tónfundi en nemendur fá nánari upplýsingar frá sínum kennara.
Kæru foreldrar og forráðamenn,
Tónskóli Hörpunnar heldur vetrar- og haustfrí á sömu dögum og grunnskólar Reykjavíkurborgar. Haustfríið í ár er 22.-26. október og þessa daga er engin kennsla hjá okkur. VIð komum svo endurnærð til baka miðvikudaginn 27. október og er kennsla þá með hefðbundnu sniði.
Kær kveðja starfsmenn og stjórnendur.
Eins og áður hefur komið fram þurfti að fella niður tvenna jólatónleika í dag 10.des. Nú er ljóst að við munum færa tónleikana og fara þeir nú fram 17. desember í Kirkjuselinu í Borgum kl. 17:30 og 18:30.
Dagskráin hliðrast um klukkustund svo að þeir nemendur sem áttu að spila kl. 18:30 eru nú kl. 17:30 og þeir sem áttu að spila kl. 19:30 verða nú kl. 18:30.
Við vonum að allir geti verið með og sýni þessari tilfærslu skilning. Þetta er í fyrsta sinn í 20 ára starfi skólans sem fella þarf niður tónleika og þetta því algjört neyðarúrræði.

Sökum afleitrar veðurspár og tilmæla borgaryfirvalda að fólk haldi sig innandyra, verðum við að fella niður kennslu eftir hádegi á morgun, þriðjudaginn 10.des.
Jólatónleikar sem áttu að fara fram kl. 18:30 og 19:30 falla einnig niður og tilkynnt verður síðar hvort mögulegt verði að halda þá tónleika á öðrum tímapunkti. Vinsamlegast athugið að tónleikar 11.des eru samkvæmt áætlun.
You must be logged in to post a comment.